Með óttann að leiðarljósi

Væntingar eru mikilvægir atferlishvatar og Geir er sjálfum sér samkvæmur í að tjá ótta sinn í gagnrýni sinni á pólitíska andstæðinga sína og myndun nýrrar ríkisstjórnar. Full ástæða er að gera sér grein fyrir þeim væntingum sem hrærast með hverjum og einum, ekki síst í samstarfi. Geir hefur fullan rétt til að lýsa líðan sinni og viðhorfum og það ber að virða. Hins vegar að láta stýrast af óttanum eru skelfileg örlög og ekki góð pólitísk stefna þegar til lengri tíma er litið. Mörg dæmi eru úr sögunni þar sem ótti fólks hefur haft alvarlegar afleiðingar með tilliti til samskipta þess, fordóma og átrúnaðar. Þess vegna er afar mikilvægt að vinna af heilindum, byggja upp traust og leita eftir auknum sjálfsskilning í pólitísku samstarfi.


mbl.is Geir óttast sundrung og misklíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband