Verið viðbúnir, betra seint en aldrei!

Gott að heyra, en er flokkurinn að forgangsraða í þágu fólks, en ekki fjármagnsins?  

Evrópusambandsaðild er íslenskum fjármagnseigendum ekki að skapi vegna þess að slík aðild mundi kippa fótunum undan völdum og ofurtekjum íslenskra fjármagnseigenda sem hafa á undanförnum áratugum getað safnað auði í skjóli ættartengsla, einokunar einkavinavæðingar og fákeppni í íslensku efnahags- og atvinnulífi.

Í ljósi alþjóðavæðingar sem orðið hefur á undanförnum áratugum tryggir hverskyns þjóðernisstefna áframhaldandi misskiptingu tekna, réttinda og valda þessu fólki til handa. Þetta fólk hefur komist upp með það á undanförnum árum að berjast gegn frjálsari almenningi á Íslandi með rökum þjóðernisstefnunnar um skert fullveldi íslenska ríkisins.  

Fullveldisumræðan er villandi málflutningur þar sem hún snýst um ríkisvaldið ekki réttindi almennings. Þessi málflutningur er auk þess oft hugmyndafræðilega hlaðinn frösum gjaldþrota frjálshyggju og í hann vantar samfélagslega greiningu. Það er t.d. ekki spurt samtímis um hvaða hópum í þjóðfélaginu núverandi staða Íslands í samfélagi þjóðanna gagnist best né hver staða þessara hópa sé hér á landi gagnvart hver öðrum. Nánast eini fræðimaðurinn sem helgað hefur sig þessu atriði er Stefán Ólafsson prófessor við HÍ. Stjórnmálamenn hafa þagað allt of þunnu hljóði um þessar staðreyndir.  

Íslensk stéttabarátta er nákvæmlega eins og stéttabarátta annars staðar í heiminum barátta um skiptingu tekna, réttinda og valda milli ólíkra þjóðfélagshópa. Á meðan almenningur í landinu stendur utan eðlilegrar þátttöku í samfélagi evrópskra þjóða þá nýtur þjóðin ekki heldur samskonar tekjumöguleika og almenningur á Evrópusambandssvæðinu. Rauntekjur almennings á Íslandi væru miklu mun hærri og ævitekjur tryggari ef gengi krónunnar væri stöðugt og verðlag á vörum og þjónustu lægra og í samræmi við það sem best gerist erlendis. Síðast en ekki síst væru rauntekjurnar hærri ef lánakjör almennings í landinu væru með evrópskum hætti, án verðtryggingar og ofurvaxta. Efnahagshamfarir undanfarna mánuði undirstrika þetta einnig.  

Almenningur á Íslandi nýtur ekki heldur sömu borgaralegu, pólitísku og félagslegu réttinda og almenningur á Norðurlöndunum og meginlandi Evrópu. Um þessa staðreynd vittna mál sem rekin hafa verið fyrir Evrópskum dómstólum og mannréttindastofnunum á liðnum misserum. Hér má einnig minna á umræðuna um lýðræðishallann á Íslandi, um ráðherraræði og skilningsleysi stjórnvalda á mikilvægi borgaralegrar óhýðni, þöggunarstefnu stjórnvalda, lykilstofnana í þjóðfélaginu og stórfyrirtækja gagnvart ábyrgð á efnahagslega hruninu.  

Loks má nefna að völd og áhrif almennings gagnvart fjármagnseigendum og stjórnvöldum er ekki sambærileg því sem best gerist erlendis. Þrátt fyrir félagafrelsi og lýðræðisyfirlýsingu íslensku stjórnarskrárinnar er verulegur lýðræðishalli í íslensku þjóðfélagi á fjölmörgum sviðum. Umræðan um nauðsynlegar lýðræðisúrbætur í landinu og nýja stjórnarskrá ber þessari staðreynd almennt vittni.  

Af ofangreindum ástæðum er andstaðan gegn bandalagi við Evrópuþjóðir fjandsamleg jafnrétti, félagshyggju og kvenfrelsi í landinu. Lýðfrjálst Ísland er einungis mögulegt í samstarfi lýðfrjálsra þjóða í Evrópu sem hafa einsett sér að vinna að eflingu réttinda almennings, jafnvel á kostnað fullveldi ríkisins. Þessi góði lýðræðisásetningur kemur fullveldishugtakinu ekki við þar sem það hugtak snýst fyrst og fremst um sjálfstæði ríkisvaldsins, ekki um aukið frelsi almennings til sjálfstæðra ákvarðana.   

Til nánari skilgreiningar á hugtökum:  

Fullveldi: Sjálfstæði, það að hafa fullt vald yfir málum sínum.  

Þjóðernisstefna: stjórnmálastefna sem leggur áherslu á sérkenni og sérstöðu þjóðar, vill varðveita þetta hvort tveggja og hamla gegn því sem erlent er.  

Stéttabarátta: (langvinn) barátta stétta, þjóðfélagsleg átök stétta (einkum um skiptingu tekna, réttindi og völd).


mbl.is VG ekki tilbúinn í aðildarviðræður í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Ingólfsdóttir

Góður pistill hjá þér Hermann, vonum bara að þjóðin sé eins gáfuð og alltaf er talað um þegar kemur að þessum kosningum 25. apríl n.k.

kveðja

Sólveig

Sólveig Ingólfsdóttir, 21.4.2009 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband