Vindorkuver á Íslandi er góður kostur!

Það er kominn tími til að virkja aðra orku en fallorku og vindorkan er álitlegur kostur. Hún skapar ekki bara orku heldur einnig atvinnu við rekstur slíkra orkuvera. Hér í Kaliforníu eru víða vindmyllutúrbínur sem framleiða rafmagn, en einnig sólarsellur sem gera slíkt hið sama. Megingalli vindtúrbína er sjónmengunin sem af þeim stafar, en sú mengun er hrein og án mikilla jarðvegsspjalla sem gjarnan fylgja vatnsvirkjunum.

Mæli hins vegar alls ekki með útflutningi á rafmagni um sæstreng, sú hugmynd er arfavitlaus. Í stað þess er betra að bjóða orkuna til innlendrar atvinnustarfsemi, það skapar mun fleirum störf en að selja orkuna ónýtta úr landi.


mbl.is Telur virkjun vindorku raunhæfan kost
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband