15.1.2009 | 21:26
Vanhugsuð sameining
Sameiningartillögur heilbrigðisráðherra varðandi heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi eru greinilega vanhugsaðar og í andstöðu við vilja fagfólks og notenda þjónustunnar. Tillögurnar virðast byggja á hugmyndafræði einni saman. Þær eru ekki nægilega vel rökstuddar rekstrarlega og eins og læknaráð HAK bendir á í ályktun sinni þá eru þær faglega vafasamar þar sem þær munu hafa neikvæð áhrif á þróunarmöguleika FSA og HAK. Með öðrum orðum: Tillögurnar munu gera heilbrigðisþjónustuna verri á svæðinu en hún er núna. Ég tek undir sjónarmið Læknaráðs HAK og hvet ráðherra til að endurskoða tillögur sínar eða draga þær til baka.
![]() |
Læknaráð HAK lýsir ánægju með núverandi rekstrarform |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.