Lýðræði í svörtu og hvítu

Skrifaði nokkrar línur um lýðræði í vikunni og uppgötvaði í framhaldi af því umræðu á blogginu um hvort lýðræði væri í landinu eða ekki.

Vil taka fram að það hefur aldrei hvarflað að mér að spurningin væri um annað hvort eða, lýðræði eða ekki lýðræði, svart eða hvítt. Fyrir mér er lýðræði spurning um innihald ekki tóma umgjörð, um hvers konar lýðræði, hvort það er t.d. beint eða fulltrúalýðræði og svo framvegis.

Las fyrir nokkrum misserum grein vonsvikins manns sem hafði lengi verið trúr sama flokknum en í kjölfar kosninga og stjórnarmyndana hafði hann í raun stutt allt annan flokk til áhrifa en sinn eigin þar sem flokkurinn gerði alltaf annað en hann sagðist mundu gera. Er það þannig lýðræði sem við viljum hafa á Íslandi?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband