Nýtt lýðræði á Íslandi núna – já, við getum!

 Áhugavert innlegg frá framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar, Skúla Helgasyni. Ég er honum sammála í veigamiklum atriðum. Umboð flokksins var skýrt frá kjósendum til breytinga á íslensku samfélagi þegar síðusti alþingiskosningar fóru fram. Stefna flokksins er ennfremur skýr í veigamiklum málum, en vandamálið er samstarfsflokkurinn og stefnuleysi hans á undanförnum árum sem leitt hefur til kerfishruns sem samstarfsflokkurinn hefur ekki axlað ábyrgð á ennþá. Vandi Samfylkingarinnar er mikill þar sem hún ber pólitíska ábyrgð gagnvart þjóðinni í samstarfi sínu við þann flokk sem mesta ábyrgð ber á ástandinu með aðgerðum sínum og aðgerðaleysi.  Meginvandinn er að umboð stjórnarflokkanna, og þar er Samfylkingin ekki undanskilin, hefur breyst í ljósi atburða undanfarinna vikna og mánaða. Runnið hefur upp ljós meðal almennings, fólk hefur verið haft að fíflum af sjórnvöldum sem það treysti. Af þessari ástæðu verða stjórnarflokkarnir að endurnýja umboð sitt og framfylgja þanning eðlilegum leikreglum fulltrúalýðræðisins. Því fulltrúar almennings sem njóta ekki trausts lengur eiga ekki að sýsla með velferð og afkomu almennings í landinu.  Vegna þess vafa sem nú er uppi um umboð kjörinna fulltrúa er það í anda alls lýðræðis og réttlætis að kosið verði á ný til Alþingis hið allra fyrsta. Einungið þannig geta fulltrúar almennings endurheimt fullt traust þjóðarinnar. Alþingiskosningar í kjölfar nokkurra mánaða þjóðfundar um kerfishrunið á Íslandi, ástæður þess, ábyrgð aðila og horfur eru nauðsynlegar til að endurnýja pólitískt umboð og til að gefa þjóðinni hlutdeild í endurreisninni. Einungis þannig verður hægt að ná þjóðarsátt um framhaldið. Samfylkingin hefur mikilvægu hlutverki að gegna í þessu sambandi og ekki síst vegna þess að hún var stofnuð til að koma í framkvæmd hugsjónum og stefnu jafnaðar- og félagshyggjufólks, fólks sem vill jöfnuð, réttlæti og samábyrgð og fékk skýrt umboð í síðustu alþingiskosningum til að framfylgja þessari stefnu.
mbl.is Skúli Helgason: Krafa um breytingar á rétt á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband