19.1.2009 | 23:29
Ferðamannaiðnaður á Norðurlandi
Þetta eru afar góðar fréttir. Ég hef lengi haldið því fram að ferðamannaiðnaðinn þurfi að efla enn frekar. Hann skilar okkur Íslendingum atvinnu og gjaldeyri. Mörg byggðarlög landsins hafa vannýttar ferðamanna-auðlindir sem þau ættu að virkja nú þegar. Taki byggðalög sig saman um raunhæfa uppbyggingu þessa iðnaðar yrðu álver og önnur atvinnutækifæri fortíðarinnar allsendis óþarfa umræðuefni. Svo tekið sé einungis mið af byggðarlögum Norðurlands þá gætu þau með samstilltu átaki og samstarfi um uppbyggingu utanlands flugsamgangna og ferða- og flutningsþjónustu á Norðurlandi eflt til muna atvinnustigið þar og aflað gjaldeyris.
Ísland eitt það heitasta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.