Breytingar heilbrigðisráðherra í takt við nýja tíma!

Af hlutverkum Eftirlitsstofnunar heilbrigðisþjónustu að dæma er um að ræða mikilvæg verkefni sem aðrar stofnanir hafa annast áður en þar eru einnig ný verkefni sem munu gagnast skjólstæðingum heilbrigðisþjónustunnar og þjónustunni sjálfri til aukinna gæða.  Þá er einnig gert ráð fyrir gildisauknu hlutverki Lýðheilsustofnunar hvað varðar upplýsingaöflun og upplýsingagjöf.

Af fréttinni að dæma er á ferðinni jákvæðar breytingar á tveimur lykistofnunum heilbrigðiskerfisins, þ.e. Landlæknisembættinu og Lýðheilsustöð. Ekki kemur fram í fréttinni breytt hlutverk Landlæknis en augljóst er að það mun breytast. Í ljósi breyttra tíma í skilgreiningu heilbrigði og verkefna heilbrigðisþjónustu, og nýrra heilbrigðisstétta er full ástæða til að endurskoða hlutverk Landlæknisembættisins. Óska ráðherra alls góðs í þessu sambandi.


mbl.is Undirbýr Eftirlitsstofnun heilbrigðisþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband