30.1.2009 | 02:18
Rafrænar heilsufarsupplýsingar munu auka gæði heilbrigðisþjónustunnar
Aukin rafræn samskipti í heilbrigðisþjónustu eru tímabær og munu spara fjármuni til lengri tíma og auka gæði þjónustunnar. Það er einnig ákaflega mikilvægt að sjúklingar hafi auðveldan aðgang að upplýsingum um eigin heilbrigði og meðferð á netinu. Þetta mun stuðla að auknu heilsulæsi meðal almennings og auka öryggi. Í dag er þekking almennings á heilsu og heilbrigði að aukast jafnt og þétt. Heilsuefling er sameiginlegt verkefni almennings og heilsugæsluaðila, því er mikilvægt að upplýsingar séu aðgengilegar fyrir báða aðila.
Heilsuupplýsingar fáist á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.