Ingimar Johannsson og Reykjavíkurmaraþonið

Við andlátsfréttina rifjaðist upp fyrir mér þegar við bræður, Knútur Óskarsson og ég, urðum vitni að maraþonhlaupi þeirra félaga Ingimars Jóhannssonar og Floyd Patterson 1980. Þetta var sumarið 1980 í Gautaborg, heimabæ Ingimars, og var Knútur í heimsókn en ég hafði dvalið þar við nám í fjögur ár. Þeir gömlu félagarnir, Ingimar og Floyd, hittust eftir langann tíma og hlupu saman að mig minnir hálft maraþon.Éf ég man rétt þá höfðu þeir ekki hist frá því þeir öttu kappi saman um og eftir 1960. Á þessari stundu fékk bróðir minn hugmyndina að Reykjavíkurmaraþoninu, eins og hann vildi sjá það, og þar sem hann var forstjóri Úrval-Útsýnar um þetta leyti gat hann beitt sér fyrir því að erlendir þátttakendur kæmu og tækju þátt í hlaupinu og það gerði hann svo sannarlega.  Hann varð fyrsti formaður RM og átti afar gott samstarf við það ágæta fólk innan íþróttahreyfingarinnar um þetta verkefni. Fleiri hugmyndir voru uppi um maraþon á Íslandi á þessum tíma en óhætt er að fullyrða að þátttaka Úrvals-Útsýnar skipti sköpum í þessu sambandi.


mbl.is Hnefaleikarinn Ingemar Johansson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband