Skynsamleg fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar

Fréttin um að 500 greiði háan lækniskostnað er óskýr en það er að mínu mati skynsamlegt að fjármögnun heilbrigðiskerfisins byggi á framlögum þeirra sem hafa atvinnu, þegar þeir hafa atvinnu og eru aflögufærir án tillits til hvort þeir eru sjálfir veikir eða ekki. Sjúklingar eiga ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort þeir eigi fyrir heilbrigðisþjónustu þegar þeir þurfa á þjónustu að halda!

Það kemur einhverntímann að því, því miður, að fólk eldist og allir fá einhverjar pestir og sjúkdóma á lífsleiðinni, sem koma til kasta heilbrigðisþjónustunnar. Það er gott á slíkum stundum að hafa þegar greitt fyrir þjónustuna og geta áhyggjulaust notið hennar og þurfa ekki að leggja síðustu krónurnar á borð læknastofanna. Nægur er vanmáttur veikra þrátt fyrir það og oft ekki á bætandi.

Hitt er svo annað mál að aðhald þarf að vera í útgjöldum heilbrigðisstofnana og þar á kostnaðarvitundin heima ekki hjá fárveiku fólki við komu á sjúkrastofnun.


mbl.is 500 greiða háan lækniskostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband