Nýtt Ísland!

Ég fagna þessum niðurstöðum kannana því það hefur verið draumur minn frá barnæsku að snúa af braut einstaklings- og auðhyggju. Ég tek undir orð Martein Lúther King sem sagði „Ég á mér draum“. Ég á mér draum um réttlátt samfélag án spillingar.   

Hvers vegna að gefa ekki félagshyggjunni tækifæri núna, hún hefur ekki fengið að njóta sín á undanförnum árum. Í stað þess hefur markvissum áróðri verið beitt til að sverta heiðvirt fólk sem hefur viljað berjast fyrir jöfnuði tækifæra og betra samfélags á Íslandi. Gefum slíku verkefni tækifæri, þó ekki væri nema eitt kjörtímabil núna, því það þolir enga bið!

Það er enginn að tala um 18 ára félagshyggju! Gafst þú frjálshyggjunni tækifæri síðastliðin 18 ár, ef svo er áttu tíma til að reyna eitthvað nýtt?  


mbl.is Ríkisstjórnin fengi meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vegna þess að félagshyggja byggir á þvingun og ofbeldi. Hver vill slíka stefnu. Blandað hagkerfi hefur verið reynt. Við erum að falla í dag vegna þess að ríkistjórnir um allan heim héldu að ríkisábyrgðir á bönkum væru sniðugur hlutur. Það kerfi gékk greinilega ekki upp. Aðrar ríkistjórnir héldu að það væri sniðugt að allir fegnju eigið húsnæði og bjuggu til undirmálslán og eins og liðnir atburðir hafa kennt okkur var það heldur ekki sniðugt. Kommúnisminn er fallinn og nú er blandað hagkerfi fallið svo það þá er bara taka næsta skref og til hægri.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband