Dauðinn er órjúfanlegur hluti lífsins - gleymum því ekki!

Sólveig Bjarnadóttir hefur rannsakað málefni sem varðar okkur öll þar sem dauðinn er órjúfanlegur hluti lífsins, þótt það hljómi þverstæðukennt.

Rannsókn Guðrúnar tekur á þessu, en þó einkum því hvernig heilbrigðiskerfið og heilbrigðisþjónustan bregst við þegar fólka leitar eftir aðstoð. Það er afar mikilvægt að í slíkum tilvikum sé tekið á málum og fólk þurfi ekki að mæta skilningsleysi eða skeytingarleysi og að upplifa að áhyggjur þess séu sniðgengnar eða virtar að vettugi.

Það þarf mikið þrek í slíkum tilvikum sem veikur einstaklingur hefur oftast af skornum skammti á því augnabliki. Því þarf að taka áhyggjur fólks alvarlega og samhæfa viðmót heilbrigðisþjónustunnar þannig að einstaklingurinn njóti athygli, virðingar og stuðnings.

Því miður er skyndibitalæknisfræði, einkum ef hún er einnig framreidd á færibandi, ófær um einmitt þetta. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ekki þyrfti að vera umboðsmaður sjúklinga á stærri sjúkrastofnunum landsins til að gæta velfarnaðar og hagsmuna þeirra sem þangað leita vegna slæmrar heilsu sinnar.  


mbl.is Virðing þegar dauðinn nálgast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Það þarf kerfi sem virkar betur, tekur styttri tíma og alúð sem sýnir að læknum sé ekki sama um lífið sem þeir sóu þess eið að reyna að lækna...og að rétt sjúkdómsgreining finnist á sem skemmstum tíma.

TARA, 1.3.2009 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband