27.3.2009 | 15:57
Lægst fylgi Samfylkingar í NA-kjördæmi!
Góðar fylgistölur á landsvísu og lofa góðu um kosningaúrsliti. Hins vegar spyr ég mig hvers vegna er fylgi Samfylkingarinnar svona slagt í Norðausturkjördæmi? Hefur flokknum ekki tekist að koma málefnum sínum til skila þar eða eru málefni flokksins í kjördæminu ekki áhugaverð kjósendum? Þarf forystufólk flokksins í kjördæminu ekki að skoða sinn gang ef ekki á illa að fara?
Athyglisvert er líka hversu glæsilegt fylgi VG er í kjördæminu, en það er hæst í þessu heimakjördæmi Steingríms J., formanns flokksins. Því hefur oft verið haldið fram að fylgi VG í NA-kjördæmi sé vegna persónufylgis Steingríms. Það held ég að sé ekki allur sannleikurinn og misskilningur því stefna VG í kjördæminu er skýr varðandi mikilvæg umdeild málefni, eins og álver á Bakka.
VG upp fyrir Sjálfstæðisflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.