Er það ekki dólgsháttur að ljúga að þjóðinni Björn?

Blessaður maðurinn er bara að segja satt og hann hefur engra flokkspólitískra hagsmuna að gæta á Íslandi. Það sama verður tæplega sagt um þig Björn Bjarnason.  

Það er með ólíkindum hvernig sjálfstæðismenn með Björn í fararbroddi leggja sig í framkróka við að segja þjóðinni ósatt um möguleika á upptöku evru. Björn ætti að sjá sóma sinn í að leiðrétta ruglið um milligöngu AGS í evrumálinu. Smjörklípa af þessu tagi er óheiðarleg tilraun fallandi flokks til að næla sér í kjósendur á fölskum forsendum korteri fyrir kosningar.

Er ekki kominn tími til að ræða alvarlega með hvaða hætti Sjálfstæðisflokkurinn aflar sér umboðs á Alþingi?

Munurinn á hagsmunagæslu fyrir fjársterka einkavini sem skutla milljónum í flokkinn og blekktum kjósendur er töluverður, því þá síðarnefndu getur flokkurinn hunsað að loknum kosningum en þá fyrstnefndu ekki!


mbl.is Dólgsleg árás, segir Björn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband