Skyrsúpa og ryk dugar ekki, flokkurinn verður að gera betur!

Það dugar ekki Bjarni Ben að hræra ESB skyrsúpu og sletta yfir þjóðina eða kasta ryki í augu kjósenda varðandi ESB áhuga Sjálfstæðisflokksins eftir kosningar. Flokkurinn verður að gera mun betur ef hann á að fá aukið fylgi og koma til greina sem samstarfsaðili Samfylkingarinnar í ríkisstjórn eftir kosningar.

Það er reyndar með ólíkindum að kenna erlendum sendifulltrúa um að villandi framsetning Sjálfstæðisflokksins í ESB málinu skuli vera leiðrétt á lokakafla kosninganna þegar svara var leitað af sannleiksþyrstum íslenskum blaðamönnum.

Það er beinlínis skylda sendifulltrúans að svara satt og rétt þegar um er spurt og skylda íslenskra blaðamanna að upplýsa um hvers kyns óheilindi af hálfu allra stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga. Þetta er ekki og getur ekki kallast að blanda sér með óeðlilegum hætti í stjórnmálin á Íslandi.

Sjálfstæðisflokkurinn ætti að sjá sóma sinn í að greina kjósendum satt og rétt frá og fagna öllum erlendum upplýsingum um ESB aðild sem mark er á takandi. Ekki væla yfir því að bullið í þeim sé opinberað.


mbl.is ESB blandar sér í kosningabaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband