29.5.2009 | 16:13
Að hyggja hátt en hugsa smátt!
Tek undir með Lilju og öðrum þingmönnum sem vilja huga að heildaráhrifum lagasetningar í þinginu áður en lög eru samþykkt. Það ætti ekki að þurfa hagfræðinga til því þessi sjálfsagða krafa ætti að vera regla en ekki einhver undantekning. Það hefur einmitt stundum virst skorta þetta sjónarmið, ekki síst í ýmsum úttektum á vegum ráðuneyta og stofnana. Nýjasta dæmið um þetta er ef til vill skýrsla sérfræðinga um sameiningu háskólanna í landinu. Þar er einungis horft til stöku þátta í starfsemi háskóla og vonandi verður sú þröngsýni og þjóðhverfi hugsunarháttur sérfræðinganna, sem þar kemur fram, ekki látinn liggja til grundvallar ákvarðanatöku í þá veru sem þar er lagt til.
Allt tekið með í reikninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.