Það er ekki gaman að sjá myndina með fréttinni, en þar má sjá niðurnítt gamalt skólahús að baki steindum Snorra Sturlusyni. Snorri lítur bara vel út miðað við blessað húsið sem er alger hörmung. Hvernig væri að þeir opinberu aðilar sem ég reikna með að eigi húsið bjóði atvinnulausum að lagfæra það í sumar. Legg þetta svona til í atvinnuleysinu og kreppunni.
Norsk og íslensk tónlist í Reykholti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hæhó! mig langar að benda þér á að þessi mynd er eld-gömul, og eina skömmin í þessu tilliti er skömm þeirra morgunblaðsmanna. Sýnir kannski ágætlega hvað íslenskir fjölmiðlar leggja mikla áherslu á að hafa myndasöfnin sín "up-to-date"
hérna sérðu mynd af húsinu í því standi sem það er í núna, og mikill er sómi staðarins og þeirra aðila sem að framkvæmdum stóðu!
http://www.flickr.com/photos/reinvented/2979459008/sizes/l/
Völundur Jónsson (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 20:20
Þakka þér Völundur. Þeir ættu að skammast sín á Mogganum því þetta er ekkert annað en rangfærsla eða öllu heldur myndræn lygi.
Hermann Óskarsson, 4.6.2009 kl. 03:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.