10.6.2009 | 16:05
Hversu lengi ætla menn að berja hausnum við steininn?
Hversu lengi ætla íslensk stjórnvöld að neita að horfast í augu við að nausynlegt er að upplýsa þá gríðarlegu spillingu sem viðgekkst á árunum fyrir bankahrunið. Það er alger nauðsyn að fara alvarlega ofan í saumana á öllum aðdraganda þess. Ástæðurnar eru einfaldar.
1. Almenningur er í þessum töluðu orðum að fá sendan reikninginn vegna spillingarinnar.
2. Það verður aldrei sátt um óljósa eða óskýra niðurstöðu og að almenningur gjaldi einhliða fyrir gerðir annarra.
3. Ef fyrirbyggja á framtíðarhrun og spillingu verður að upplýsa hvað gerðist, hverjir voru þátttakendur og hverjir voru leikstjórnendur í þessu hruni.
4. Líklegastir til að velta við mikilvægustu steinunum eru þeir sem komu sannanlega ekki að hruninu og spillingunni og eiga engra hagsmuna að gæta í því og það eru erlendir sérfræðingar eins og Eva Joly.
Hvet íslensk stjórnvöld að skoða vandlega þetta mál og glata ekki trausti almennings í þessu mikilvæga máli.
Eva Joly íhugar að hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er svo sammála þessu. Við förum að nálgast annan þolpunkt býsna hratt núna og það hreinlega verður vegna margra ástæðna að fela yfirstjórn og framkvæmd slíkrar rannsóknar og uppgjörs, útlendingum í vald. Hroki stolt eða hvað það er, á ekki rétt á sér miðað við þær aðstæður sem við erum í.
Þetta á sér enga hliðstæðu í íslenskri sögu og einstökum aðferðum verður að beita.
Brosveitan - Pétur Reynisson, 10.6.2009 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.