Kemur ekki á óvart!

Þassi frétt kemur ekki á óvart. Það er eins með Davíð og viðskiptavildina hún er bókfærð og hefur áhrif þó hún sé neikvæð, þ.e. viðskiptaóvildin.  
mbl.is Davíð Oddsson á vafasömum lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Embættisafglöp Geirs H. Haarde?

Það ættu að vera fyrstu viðbrögð að tala saman þegar ágreiningur af þessu tagi kemur upp. Ekkert ávinnst með þögninni eða flótta frá málinu með þeim hætti sem hér er lýst.

Ef satt er að Geir H. Haarde og Brown hafi ekki rætt saman síðan Íslendingar voru beittir hryðjuverkalögum í Bretlandi þá eru þær fréttir afar slæmar. Það er með samræðum sem mál skýrast og leysast ekki með útilokun.

Segja má að Barack Obama nýkjörinn forseti Bandaríkjanna hafi lagt línur um nútíma alþjóðastjórnmál og samskipti með því að gagnrýna Bushstjórnina fyrir úlilokunarstefnu sína. Í þess stað boðaði Obama viðræðustjórnmál án skilyrða í samskiptum við þjóðir eins og Íran. Þetta mun verða melódía Bandaríkjanna í alþjóðasamskiptum á næstunni.


mbl.is Jóhanna hringi í Gordon Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppan í Kaliforníu og hér heima

Í gær fórum við hjónin í klukkutíma gönguferð eftir sjöttu götu í Berkeley. Þetta var upp úr hádegi. Við tókum eftir því þegar kom að University Avenue að þar voru margir ungir suður Amerískir karlmenn á götuhornum og ræddu greinilega saman. Kona mín taldi að þessir ungu menn væru að láta á sér bera ef svo vildi til að einhverjum vantaði hantak og vildi ráða þessa greinilega atvinnulausu menn í vinnu. Ég taldi að þessir ungu menn væru þarna af menningarlegum ástæðum einnig þar sem menningarleg gildi hvetja jafnvel atvinnulaust fólk til félagslegrar samnveru.

Í dag fórum við svo aftur sömu leið. Við vorum örlítið seinna á ferðinni en í gær og viti menn á nákvæmlega sömu götuhornum voru ungir menn samankomnir og nú í nærveru nunna, í fullum skrúða, sem voru að útdeila matarpökkum. Þannig er atvinnuleysið í kjölfar kreppunnar hér, ungir karlar eiga ekki fyrir mat og spurningin er hvort fjölskyldur þeirra séu enn verr staddar.

Okkur varð hugsað til velferðarkerfisins heima á Fróni og þar er að minnast þeirra sem hafa viljað veikja það og jafnvel telja að það sé óþarft. Einn vinur minn hér úti tjáði mér um daginn að ameríski draumurinn hefði breyst í martröð í forsetatíð Bush. Barack Obama bandaríkjaforseti hefur einmitt lofað að reyna að bæta velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið og skólakerfið. Vona að honum takist ætlunarverk sitt, hann hefur alla vega traust og stuðning þjóðarinnar til þess.

Óþarft er að nefna að Bandaríkin eru forystuþjóð í samfélagi þjóðanna, en á hvaða sviði kann að virðast óljóst nú um stundir. Hitt er víst að við Íslendingar erum forystuþjóð á sviði velferðar og getum vonandi enn verið öðrum þjóðum fyrirmynd þrátt fyrir allt, eða hvað?


Hversu langt lýðræðisbylting?

Það er bjargföst vissa og trú mín að lýðræðinu verður ekki þokað til nútímahorfs ef lýðræðisbyltingin nær ekki líka til sveitastjórna eins og ríkisstjórna. Lýðræðishugmyndin þarf að verða að jafn sjálfsögðum hlut í samskiptum einstaklinga og stjórnvalda og einstaklinga sín á milli og að sólin kemur upp að morgni og hnígur til viðar að kveldi. Jörðin er ekki flöt en stundum mætti ætla að lýðræði sé flatneskjan ein.

Lýðræði snýst um viðhorf til annarra manna og mannréttinda. Lýðræði snýst um möguleika almennings - lýðsins - að hafa áhrif á það þjóðfélag sem það lifir í. Lýðræði snýst um að geta sagt skoðanir sínar án ótta við refsingu stjórnvalda eða hverskyns útskúfun úr samfélagi manna. Lýðræði er spurning um viðhorf til réttar náungans og almennings og virðingu eins gagnvart skoðunum annarrs. Lýðræði snýst um að við hlustum á hvert annað, að stjórnvöld hlusti og taki mark á skoðunum samborgaranna og að tryggt sé í lögum að það sé einmitt gert.

Lýðræði er spurning um uppeldisleg viðhorf og grunngildi mannlegra samskipt og því verður Lýðræði ekki komið á og því fyllilega við haldið nema nærsamfélagið, fjölskyldan og sveitarfélagið, virði það og meti einhvers og setji sér það markmið að vinna í lýðræðislegum anda. Þess vegna hvet ég alla lýðræðislega byltingarsinna að snúa sér einnig að sveitastjórnarstiginu í baráttu sinni og gagnrýni á það sem betur mætti fara í þessu tilliti og lofi það sem er til fyrirmyndar lýðræðinu.

Þannig verður hugmynd lýðræðisins best fram komið og best stuðlað að þeirri menningarbyltingu sem er í gangi á Íslandi í dag. Já, við getum, ef við viljum og tökum höndum saman. Lifi bylting hugarfars og stjórnsýslu í þágu lýðræðis í landinu!  

 


Er þessi ákvörðunarfælni ekki dæmigerð?

Skemmtileg fyrirsögn á frétt um bankastjórn sem hefur verið sökuð um að hræðast ákvarðanir eða að taka þær ekki, eða taka þær allt of seint og illa. Þeir eru enn að hugsa en allt stefnir í að þeir verði komnir á biðlaun áður en hugsunin er á enda.
mbl.is Bankastjórn hugsar sig enn um
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamleg fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar

Fréttin um að 500 greiði háan lækniskostnað er óskýr en það er að mínu mati skynsamlegt að fjármögnun heilbrigðiskerfisins byggi á framlögum þeirra sem hafa atvinnu, þegar þeir hafa atvinnu og eru aflögufærir án tillits til hvort þeir eru sjálfir veikir eða ekki. Sjúklingar eiga ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort þeir eigi fyrir heilbrigðisþjónustu þegar þeir þurfa á þjónustu að halda!

Það kemur einhverntímann að því, því miður, að fólk eldist og allir fá einhverjar pestir og sjúkdóma á lífsleiðinni, sem koma til kasta heilbrigðisþjónustunnar. Það er gott á slíkum stundum að hafa þegar greitt fyrir þjónustuna og geta áhyggjulaust notið hennar og þurfa ekki að leggja síðustu krónurnar á borð læknastofanna. Nægur er vanmáttur veikra þrátt fyrir það og oft ekki á bætandi.

Hitt er svo annað mál að aðhald þarf að vera í útgjöldum heilbrigðisstofnana og þar á kostnaðarvitundin heima ekki hjá fárveiku fólki við komu á sjúkrastofnun.


mbl.is 500 greiða háan lækniskostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skera þarf upp, ekki niður Ögmundur!

Það ánægjulegt til þess að vita að heilbrigðisstarfsfólk andmælir niðurskurðarhugmyndum fyrri ríkisstjórnar Geirs H. Haarde, einkum sjálfstæðisráðherrans Guðlaugs Þórs heilbrigðisráðherra. Það má örugglega lagfæra núverandi þjónustu en þar ætti ekki að láta neytendur þjónustunnar líða né frábært starfsfólk þjónustunnar. Marka þyrfti í stað þess heilbrigðisstefnu sem byggði á markmiðum eflingar heilsu og heilbrigði almennings til aukins viðnámsþróttar gegn efnahagslegum áföllum og  einstaklingsbundnum afleiðingum kreppunnar.

Heilbrigðisþjónusta er ekki og á ekki að vera söluvara sem lýtur markaðslögmálum um framboð og eftirspurn. Heilbrigði er auðlind allra landsmanna sem landsmenn eiga að hafa jafnan aðgang að án tillits til búsetu og efnahags. Þetta eru þau gildi sem að mínu viti þarf að hafa að leiðarljósi þegar heilsan á í hlut. Efnahagsþrengingar samtímans eru betur yfirstíganlegar ef þjóðarheilsan situr í fyrirrúmi.


mbl.is Mótmæla niðurskurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tryggja verður grunnheilbrigðisþjónustu án tillits til búsetu!

Tek heilshugar undir kröfur hreppsnefndar Langanesbyggðar. það er réttlætismál að grunnþjónusta heilsugæslu sé tryggð þar og hvar sem er annars staðar í landinu án tillits til búsetu. Heilsa og heilbrigði, ásamt heilbrigðisöryggi er dýrmætasta auðlind okkar Íslendinga og við þurfum að stuðla að bættri heilsu þjóðarinnar. Þannig munum við komast í gegnum allar efnahagslegar þrengingar og geta horft björtum augum til framtíðar.
mbl.is Skora á heilbrigðisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðreisnarstjórnin hin síðari

Ég vil endilega benda mönnum á að nú er komin viðreisnarstjórn hin síðari og að hún er án aðildar Sjálfstæðisflokksins. Henni er ætlað að taka til eftir 17-18 ára samfellda setu Sjálfstæðisflokksins á valdastólum í ríkisstjórn.

Það er mikilvægt að halda þessu til haga í því áróðursstrýði sem er í þann vegin að hefjast í aðdraganda kosninga í vor. 


Er dýrasta fólkið besta fólkið?

Hér beita andstæðingar Obama sömu rökum og notuð voru hér á landi þegar rætt var um ofurlaun bankastjóra og bankastjórnanda einkabankanna sálugu.

Sömu rök hafa heyrst í öðru sambandi einnig, en hér er um að ræða 57-58 milljónir íslenskra króna á mánuði! En ég spyr í einfeldni minni, er dýrasta fólkið alltaf besta fólkið? Ef svo er eru margir vondir starfskraftar á íslenskum vinnumarkaði og sumir alvondir.


mbl.is Gæti fælt frá hæfileikafólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband