19.1.2009 | 18:35
Hvers vegna var ekki brugðist við aðvörun Davíðs?
30. mars 2007 varaði Davíð seðlabankastjóri við að stundum geti verið of djarft teflt þegar „yfirverð fyrir vænlega fjárfestingakosti“ ætti í hlut og ræddi um þá hættu sem stafaði af bókfærslu VIÐSKIPTAVILDAR í bókhaldi fyrirtækja. Hvers vegna aðhöfðust sjórnvöld ekki neitt í þessu máli?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hljóð úr horni? Til hamingju með að vera búinn að opna þennan vettvang.
Er aðallega á visir.is og blogga þar um allt og ekkert.
Nota Moggablogg einkum til að kommentera á fréttir blaðsins
Benedikt Sigurðarson, 19.1.2009 kl. 18:39
Davíð og FME gáfu út heilbrigðisvottorð í formlegum skýrslum í maí og júlí sl. Svo einfalt var það. Brennuvarar eru þekktir fyrir það að vera á brunastað og þykjast vera að bjarga öðrum . . . . . og gefa í skyn að þeir viti nú sitthvað . . . . um alla hina
Benedikt Sigurðarson, 19.1.2009 kl. 18:41
Blessaður Bensi og þakka þér innlitið og góð komment.
Hermann Óskarsson, 19.1.2009 kl. 18:45
Þessi spurning er svo átakanlega hjákátleg og vitlaus að það tekur á.
Sjáðu til Davíð Oddson getur ekki fyrt sig neinu þegar kemur að hruni íslensks efnahagslífs. Hann á stóran þátt í því hvernig komið er. Hann stóð fyrir einkavæðingunni og ber stóra ábyrgð á því hvernig það ferli var uppsett (með kjölfestu fjárfestum o.sf.rv.) Hafi hann varað við þá fór það ákaflega hljótt út í samfélaginu.
Hættið þessu bulli - ALLIR sem sitja á Alþingi og hafa setið þar undanfarin kjörtímabil bera ábyrgð - ekki bara núverandi ríkisstjórn. Hvernig staðið var að einkavæðingu banka og annarra ríkisfyrirtækja. Hvernig löggjöf var sett til að hafa eftirlit og aðhald með fjármálastöfnunum og markaðnum í heild. Hvernig eftirlitsstofnunum var beitt. Hvernig Seðlabankanum var beitt. Að ekki voru settar hömlur á stækkun bankanna. Að ekki var safnað nægum gjaldeyrisvaraforða. Þessi aumkunarverða gjaldeyrisstefna, o.s.frv. o.s.frv. Allt eru þetta atriði sem undanfarandi ríkisstjórnir áttu að taka á og þar með ríkisstjórnir Davíðs Oddsonar.
Að vera vitni að þessu! Vaknaðu maður! Er ekki nóg komið af sofandahætti og vitleysu?
Þór Ludwig Stiefel TORA, 19.1.2009 kl. 18:49
Sæll félagi. Þú ert allt of bráður. Lestu næsta blogg sem fylgdi í kjölfarið. Ég fer nokkuð nærri um það sem ég er að segja og sé að við erum á svipaðri línu.
Hermann Óskarsson, 19.1.2009 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.