Hvers vegna var ekki brugðist við aðvörun Davíðs?

30. mars 2007 varaði Davíð seðlabankastjóri við að stundum geti verið of djarft teflt þegar „yfirverð fyrir vænlega fjárfestingakosti“ ætti í hlut og ræddi um þá hættu sem stafaði af bókfærslu VIÐSKIPTAVILDAR í bókhaldi fyrirtækja. Hvers vegna aðhöfðust sjórnvöld ekki neitt í þessu máli?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Hljóð úr horni? Til hamingju með að vera búinn að opna þennan vettvang.

Er aðallega á visir.is  og blogga þar um allt og ekkert.

Nota Moggablogg einkum til að kommentera á fréttir blaðsins

Benedikt Sigurðarson, 19.1.2009 kl. 18:39

2 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Davíð og FME gáfu út heilbrigðisvottorð í formlegum skýrslum í maí og júlí sl.  Svo einfalt var það.  Brennuvarar eru þekktir fyrir það að vera á brunastað og þykjast vera að bjarga öðrum  . . . . . og gefa í skyn að þeir viti nú sitthvað . . . . um alla hina

Benedikt Sigurðarson, 19.1.2009 kl. 18:41

3 Smámynd: Hermann Óskarsson

Blessaður Bensi og þakka þér innlitið og góð komment.

Hermann Óskarsson, 19.1.2009 kl. 18:45

4 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Þessi spurning er svo átakanlega hjákátleg og vitlaus að það tekur á.

Sjáðu til Davíð Oddson getur ekki fyrt sig neinu þegar kemur að hruni íslensks efnahagslífs. Hann á stóran þátt í því hvernig komið er. Hann stóð fyrir einkavæðingunni og ber stóra ábyrgð á því hvernig það ferli var uppsett (með kjölfestu fjárfestum o.sf.rv.) Hafi hann varað við þá fór það ákaflega hljótt út í samfélaginu. 

Hættið þessu bulli - ALLIR sem sitja á Alþingi og hafa setið þar undanfarin kjörtímabil bera ábyrgð  - ekki bara núverandi ríkisstjórn. Hvernig staðið var að einkavæðingu banka og annarra ríkisfyrirtækja. Hvernig löggjöf var sett til að hafa eftirlit og aðhald með fjármálastöfnunum og markaðnum í heild. Hvernig eftirlitsstofnunum var beitt. Hvernig Seðlabankanum var beitt. Að ekki voru settar hömlur á stækkun bankanna. Að ekki var safnað nægum gjaldeyrisvaraforða. Þessi aumkunarverða gjaldeyrisstefna, o.s.frv. o.s.frv. Allt eru þetta atriði sem undanfarandi ríkisstjórnir áttu að taka á og þar með ríkisstjórnir Davíðs Oddsonar.

Að vera vitni að þessu! Vaknaðu maður! Er ekki nóg komið af sofandahætti og vitleysu?

Þór Ludwig Stiefel TORA, 19.1.2009 kl. 18:49

5 Smámynd: Hermann Óskarsson

Sæll félagi. Þú ert allt of bráður. Lestu næsta blogg sem fylgdi í kjölfarið. Ég fer nokkuð nærri um það sem ég er að segja og sé að við erum á svipaðri línu.

Hermann Óskarsson, 19.1.2009 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband