22.1.2009 | 16:45
Breyta verður barnaverndarlögum!
Undarleg er frásögn blaðsins af dómi hæstaréttar og málsatvikum. Ef rétt er að umrædd hegðun mannsins hafi ekki brotið gegn barnaverndarlögum verður að breyta lögunum hið bráðasta.
Mátti flengja drengi kærustu sinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hmmm...það er banað að berja börn....nema á rassinn? Það er semsagt ekki ofbeldi? Ég get mér til að ástæðan sé sú að þetta er réttlætt í biblíunni og hefur verið varið af prelátum þessa lands með oddi og egg. Fyrir það blæðum við 6 milljörðum á ári í þjóðkirkjuna.
Ég sé ekki annað en að góður lögfræðingur ætti að bera þetta undir mannréttindadómstólinn og barnasáttmálann. Þetta ofbýður minni réttlætiskennd allavega.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.1.2009 kl. 16:54
Það er ekkert að því að rasskella óþekk börn. Það var gert við mig og það geri ég við mín og mun gera áfram. Enda á ég vel alin börn!
óli (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 17:05
Kristilegt siðgæði, samkvæmt biblíu hata foreldrar börn sín ef þau rassskella þau ekki.... í usa eru meira að segja til verksmiðjur sem framleiða tól til þess að rassskella börn
DoctorE (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 17:06
Börn á ekki að beita líkamlegu né andlegu ofbeldi. Það er rangt og algerlega ónauðsynlegt því hreinskilið samtal milli barna og fullorðinna kennir börnum mikilvægi þess að höfða til skynseminnar og beita henni. Það sem þú segir Óli minnir mig á sænskan mann sem dæmdur var fyrir ofbeldi gegn börnum sínum. Hann sagði að hann hefði verið barinn með hrísvendi og taldi að sér hefði ekki orðið meint af!
Hermann Óskarsson, 24.1.2009 kl. 04:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.