Eru viðhorf fortíðarinnar ríkjandi á landsbyggðinni?

Þessi frétt kemur mér landsbyggðarmanninum ekki á óvart því munur höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar liggur m.a. í því að kreppan er seinna á ferðinni á landsbyggðinni. Uppgangurinn var einnig seinna á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Það er einnig umdeilanlegt hvort svokallað góðæri náði nokkurn tímann til landsbyggðarinnar. Vona að sama verði um kreppuna. Hvað aðskilur huga og hönd á landsbyggðinni miðað við þéttbýlið á Reykjavíkursvæðinu er trúlega með örðum þjóðskáldsins Jónasar frænda míns „bakki og egg“ anda sem unna fortíð rétt ókominnar framtíðar.  
mbl.is Meiri biðlund á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið eruð heppin sem búið fyrir utan höfuðborgarsvæðið munuð í minna mæli horfa á hrundar borgir eins og sjást hér um allar koppagrundir, borgir sem teljast líklega til eigna ríkisbankanna í dag, enginn spurði hver á að búa í húsunum og hvers kyns starfsemi áttu háhýsin að hýsa. Já, blað skilur bakka og egg.

Helga Jóns. (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 22:03

2 Smámynd: Hermann Óskarsson

Sæl Helga. Þú kannt að hafa rétt fyrir þér, en er ekki fullsnemmt að fullyrða þetta? Annars er ég afar fjarri bæði landsbyggð og þéttbýli á Íslandi þetta misseri og hið síðasta þar sem ég er staddur í Kaliforníu. Kaliforníuríki sem er eitt stærsta hagkerfi heimsins og hvar um 10% landsmanna Bandaríkjanna búa er afar illa statt í þessari alþjóðlegu kreppu, húsnæði er víða nær verðlaust, 10% atvinnuleysi og ríkissjóður að tæmast. Fyrirtæki eru að fara á hausinn daglega og önnur veita starfsmönnum sínum einungis vinnu í 3-4 daga af fimm í viku.

Hermann Óskarsson, 24.1.2009 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband