26.1.2009 | 23:57
Línur þarf að leggja hliðlægt!
Nú reynir á samstarfsvilja VG. Það verður ekki auðvelt að fara úr hlutverki gagnrýnandans - hrópandans á Alþingi - og í hlutverk samstarfsaðila í ríkisstjórn. Til þess þarf góðan ásetning og pólitískan vilja. Varast þarf að fara fram með bægslagangi og offorsi, það á við um alla samstarfsaðila hvort sem þeir eru grænir vinstra megin eða appelsínugulir báðum megin. Óska Samfylkingu og VG góðum árangri til frambúðar sambúðar til framtíðar.
VG leggur línurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.