Góðar fréttir en ónákvæmar

Gott að heyra, en bendi á að það átti að bregðast við vanda bankakerfisins miklu fyrr en í byrjun ársins 2008 því Seðlabankinn varað ríkisstjórn Geirs H Haarde og Framsóknar við ári fyrr sbr. ársskýrslu Seðlabankans frá 30. mars 2007!

OG ég spyr öðru sinni:  

Hvers vegna brást ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar EKKI við aðvörun Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra 30. mars 2007? Það væri við hæfi að núverandi og þáverandi forsætisráðherra Geir Haarde svaraði því! Davíð varaði við greiðslu yfirverðs fyrir „vænlega“ fjárfestingarkosti og bókfærslu VIÐSKIPTAVILDAR í bókhaldi fyrirtækja en viðskiptavildin var notuð til að auka veðsetningargildi fyrirtækja og fjárfestinga með vitund og vilja stjórnvalda. Ráðamenn þjóðarinnar töluðu þetta huglæga fyrirbæri upp eins og þeir gátu og stuðluðu þannig að kerfishruninu.  


mbl.is Gæti birt til á næsta ári eða 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er greinilegt að þessi Jón hefur ekki fylgst með hérna á Íslandi og ekkert að marka það sem hann segir. Allir þekkja gruppíur útrásarvíkingana, þar fóru fremstir í flokki Ólafur Ragnar Grímsson fánaberi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Hallgrímur Helgason, Þetta eru vildarvinir þotuliðsinns

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 00:49

2 Smámynd: Haukur Kristinsson

sýnir alltaf betur og betur að davíð var eini maðurinn sem gaf út aðvörun, en enginn hlustaði, er hann þá mesti skúrkurinn?

Haukur Kristinsson, 27.1.2009 kl. 00:52

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

hverjir hafa málað Davíð sem skúrk? eru það ekki þeir sem eru fúlir yfir því að hann stóð í vegi fyrir milljarða láni til þeirra í haust rétt áður en þeir fóru á hausinn? eru það ekki þeir sem eru fúlir af því að hann vildi ekki gefa þeim lausan tauminn í að einoka fjölmiðlamarkað landsins? eða vildi leyfa þeim að komast upp með skattalagabrot og önnur fjáragsbrot?

en menn hlustuðu á þá sem nú hafa sett okkur á hausinn. 

Fannar frá Rifi, 27.1.2009 kl. 01:05

4 Smámynd: Hermann Óskarsson

Þessi aðvörun Davíðs var örugglega sett fram í hálfkæringi því hann hafði óteljandi tækifæri til að endurtaka hana og vekja á henni athygli þegar rikisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók við vorið 2007, en hvers vegna gerði hann það ekki? Svar við þeirri spurningu liggur hjá Geir sem leiddi þá ríkisstjórn.

Hermann Óskarsson, 27.1.2009 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband