Hversu takmörkuð er íslensk heilbrigðisþjónusta?

Gott að lesa að Geir hafi fengið góða umönnun, líði vel og sé á heimleið. Íslenska heilbrigðiskerfið hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu og það er ekki laust við að það komi upp í hugann þegar tveir af öflugustu stjórnmálaleiðtogum landsins þurfa að leita út fyrir landssteinana til að fá þá sérfræðiþjónustu og umönnun sem þeir þurfa á að halda. Íslensk heilbrigðis- og sérfræðiþjónusta á heilbrigðissviði hefur verið talin góð, jafnvel mjög góð. Menntun íslenskra heilbrigðisstétta hefur einnig verið talin með ágætum. En nú spyrja eflaust einhverjir með tilefni af notkun erlendrar heilbrigðisþjónustu áðurnefndra stjórnmálamanna, hversu takmörkuð er íslensk heilbrigðisþjónusta?  Þarf að efla hana eða er ástæða til að sækja tiltekna þjónustu til útlanda og þá í e.t.v. auknum mæli?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband