5.2.2009 | 05:40
Skera þarf upp, ekki niður Ögmundur!
Það ánægjulegt til þess að vita að heilbrigðisstarfsfólk andmælir niðurskurðarhugmyndum fyrri ríkisstjórnar Geirs H. Haarde, einkum sjálfstæðisráðherrans Guðlaugs Þórs heilbrigðisráðherra. Það má örugglega lagfæra núverandi þjónustu en þar ætti ekki að láta neytendur þjónustunnar líða né frábært starfsfólk þjónustunnar. Marka þyrfti í stað þess heilbrigðisstefnu sem byggði á markmiðum eflingar heilsu og heilbrigði almennings til aukins viðnámsþróttar gegn efnahagslegum áföllum og einstaklingsbundnum afleiðingum kreppunnar.
Heilbrigðisþjónusta er ekki og á ekki að vera söluvara sem lýtur markaðslögmálum um framboð og eftirspurn. Heilbrigði er auðlind allra landsmanna sem landsmenn eiga að hafa jafnan aðgang að án tillits til búsetu og efnahags. Þetta eru þau gildi sem að mínu viti þarf að hafa að leiðarljósi þegar heilsan á í hlut. Efnahagsþrengingar samtímans eru betur yfirstíganlegar ef þjóðarheilsan situr í fyrirrúmi.
Mótmæla niðurskurði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.