Embættisafglöp Geirs H. Haarde?

Það ættu að vera fyrstu viðbrögð að tala saman þegar ágreiningur af þessu tagi kemur upp. Ekkert ávinnst með þögninni eða flótta frá málinu með þeim hætti sem hér er lýst.

Ef satt er að Geir H. Haarde og Brown hafi ekki rætt saman síðan Íslendingar voru beittir hryðjuverkalögum í Bretlandi þá eru þær fréttir afar slæmar. Það er með samræðum sem mál skýrast og leysast ekki með útilokun.

Segja má að Barack Obama nýkjörinn forseti Bandaríkjanna hafi lagt línur um nútíma alþjóðastjórnmál og samskipti með því að gagnrýna Bushstjórnina fyrir úlilokunarstefnu sína. Í þess stað boðaði Obama viðræðustjórnmál án skilyrða í samskiptum við þjóðir eins og Íran. Þetta mun verða melódía Bandaríkjanna í alþjóðasamskiptum á næstunni.


mbl.is Jóhanna hringi í Gordon Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband