Hryðjuverkalögum beitt til að hindra ítök Rússa í Bretlandi?

Ég hef eins og aðrir velt fyrir mér hugsanlegum skýringum á beitingu hryðjuverkalaga gegn íslenskum bönkum. Eina skýringin sem mér finnst koma til greina er að breska leyniþjónustan hafi komist á snoðir um að rússnesk yfirvöld væru að nota íslensku bankana til að komast til áhrifa í Bresku atvinnulífi og samfélagi. Það skal tekið fram að hér byggi ég ekki á neinum raunverulegum upplýsingum heldur les í umfjöllun blaða á undanförnum misserum. Þess er skemmst að minnast að orðrómurinn um slæma stöðu íslenska fjármála- og bankakerfisins varð að raunveruleika. Vona að orðrómurinn um að Rússar hafi misnotað íslenska bankamenn og embættismenn sé ekki sannur.  
mbl.is Alþjóðlegum lögum framfylgt hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband