Fráleitt vitlaust Jón Baldvin!

Þetta er ótrúlega skammsýn skoðun, ef rétt er eftir höfð, hjá Jóni Baldvin. Ingibjörg Sólrún er frábær leiðtogi og það eru engir kandídatar í sjónmáli sem gætu komið í hennar stað.

Ingibjörg Sólrún er eini stjórnmálamaðurinn á þessari stundu sem í raun er fær um að sameina fólk á miðju og vinstri kanti stjórnmálanna í landinu. Ég tel það hafa verið afar skynsama ákvörðun hjá Ingibjörgu Sólrúnu að stíga til hliðar fyrir Jóhönnu nú þegar mikið liggur við að ná saman kjósendum núverandi stjórnarflokka til að standa áfram saman að framgangi félagshyggju, kvenfrelsi og jöfnuði í Íslensku þjóðfélagi.

Fortíðarhyggja Jóns Baldvins er úr takti við nýja tíma samstöðu um nýtt lýðveldi með bættu fulltrúalýðræði og aukinni þátttöku almennings í þjóðfélagsþróuninni. Spái því að Ingibjörg komi fílelfd til baka í vor og nái að mynda sterka jafnaðarmannastjórn til nokkurrar framtíðar á Íslandi.


mbl.is Jón vill að Ingibjörg víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

Skrýtinn pistill hjá þér.

Ef Ingibjörg er svona skynsöm að stíga til hliðar fyrir Jóhönnu þegar svona mikið liggur við er þá ekki rökrétt ályktun að Jóhanna taki við sem formaður? það er nákvæmlega það sem Jón lagði til

Tjörvi Dýrfjörð, 14.2.2009 kl. 17:28

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ef leita skal eftir þeim sem bera ábyrgð á bankahruninu, þá verður að teljast að þar beri kannski JBH hvað stærstan hlut. JBH barðist fyrir inngöngu okkar í EES og náði því og kallaði það eins og frægt er að við hefðum "fengið allt fyrir ekkert" . Íslensku einkabankarnir störfuðu eftir reglum sem sami JBH fékk festar í sessi með inngöngu okkar í EES.

Svo kemur hann fram nú eins og hvítþveginn engill sem ekkert illt leiddi yfir þessa þjóð. JBH barðist einnig fyrir stofnun Samfylkingarinnar og þannig ber auðvitað Samfylkingin ábyrgð á regluverkinu sem bankarnir störfuðu eftir. Augljóst er að JBH treystir á það að kjósendur hafi gullfiskaminni, en svo er ekki með öll okkar. Við munum einnig eftir ýmsum subbuskap JBH í meðferð almannafjár og veisluhöldum fyrir flokksholla menn sína sem og eiginkonunnar.

Ég held að ég afþakki frekari þjónustu JBH fyrir almenning. Hann hefur kostað þessa þjóð nóg nú þegar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.2.2009 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband