Bjartur í Sumarhúsum á þingi og víðar?

Sjálfstætt fólk er að finna enn í dag á Alþingi og víðar í þjóðfélaginu. Það sannaði Pétur Blöndal á Alþingi í dag þegar hann svaraði Björgvin G. Sigurðssyni.

Sjálfstætt fólk Halldórs Kiljan Laxness kom út á fjórða tug síðustu aldar í miðri efnahagskreppunni sem þá lamaði Ísland og Íslendinga. 

Bendi bloggurum landsins og öðrum að kynna sér karakterinn Bjart í Sumarhúsum sér til ánægju og pólitísks yndisauka, ekki síst í tilefni af umræðunni um ESB. Ekki er óhugsandi að einhver muni skilja og skynja betur þá umræðu og þau rök sem andstæðingar ESB aðildar bjóða okkur almenningi á Íslandi í dag.

 


mbl.is Ný ríkisstjórn um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband