25.4.2009 | 06:56
Boðar ekki gott fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarf!
Þessi frétt kemur ekki á óvart. Því miður virðast VG staðfesta með þessu uppátæki afstöðu sína til aðildar að ESB og til samstarfs við Evrópuþjóðir. Yfirvarp VG er ekki trúverðugt, að skoða þurfi betur þjónustutilskipunina.
Afstaða VG til ESB hefur staðið í veginum fyrir eðlilegri kynningu á evrópumálunum og það er athyglivert að Ögmundur Jónasson svarar fyrir þetta því í t.d. BSRB samtökunum sem hann hefur í árabil verið í forsvari fyrir hefur ekki mátt ræða þessi mál af neinni alvöru vegna afstöðu hans.
VG stoppaði ESB-lögin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samfylkingin kærð fyrir landráð.
Samfylkingin var kærð fyrr í dag fyrir landráð. Einhverra hluta vegna hefur þetta hvergi birst í nokkrum fjölmiðli.
Lesið kæruna hér.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 25.4.2009 kl. 07:11
Má ég benda þér á að meirihluti landsmanna vill alls ekki einu sinni að farið verði í aðildarviðræður við ESB. þetta hefur komið fram aftur og aftur í skoðanakönnunum.
Svo segir þú líka að VG hafi stoppað einhverja kynningu á ESB. Þvílíkt bull.
Einhlið áróður fyrir dásemdum og dýrðum ESB kerfisins er ekki kynning það er áróður og hann dinur á okkur alla daga. Samt býtur það ekki enn er meirihluti kjósenda andvígur ESB þó svo að mikið sé gert til að fela þá staðreynd í öllum fjölmiðlum.
Það er nú einu sinni þannig að því meira og betur sem þjóðin er upplýst um ESB því meira verður þjóðin á móti ESB og inngöngu okkar þarngað.
Þetta er reynslan hér og frá frá Noregi og víðar.
Já og Samfylkingin hefur nú verið kærð fyrir LANDRÁÐ og ég skil það vel.
En fjölmiðlarnir Íslensku sem allir eru meira og minna á áróðursmaskínu ESB þegja auðvitað þunnu hljóði um það.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 07:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.