Leitum samstarfs - sækjum um aðild að ESB!

Það skilur hver sem vill að ekki er hægt að ganga til samstarfs við aðra án þess að kynna sér þá kosti sem samstarfið býður. Hitt er svo annað mál að samstarf er lykilorð þeirra válegu tíma sem við lifum á því einungis með auknu samstarfi á alþjóðlega vísu er mögulegt að koma á friði í heiminum, rétta við efnahag þjóða og efla mannlíf.

Einangrun þjóða á þjóðlegum forsendum er ekki vænlegt í þessu tilliti og talsmenn slíkra sjónarmiða eru íhaldssamir og því miður oft fullir að stórhættulegri þjóðrembulegri þjóðhverfu sem hefur ekki reynst vel, enda vitnisburðurinn nærtækur ef aðdragandi kerfishrunsins og kreppunnar er skoðaður fordómalaust.

Fleiri dæmi mætti nefna sem eru miklu verri, en læt staðar numið.


mbl.is „Þjóðin viti hvað er í boði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband