Obama tekur á bónusum á Wallstreet - hótað er lögsókn!

Þá er komið að því að hreinsa til hér í Bandaríkjunum. Obama hefur hafið hreinsunarferlið á Wallstreet og hefur verið á sjónvarpsstöðvunum hér að tjá sig um þá gífurlegu bónusa sem stjórnendur fjármálageirans á Wallstreet greiddu sjálfum sér vegna fjármálastarfsemi sinnar á liðnu ári. Eins og flestir vita þá samþykkti Bandaríkjaþing gífurlegan fjárstuðning við fjármálastofnanir á Wallstreet á lokavikum Bush stjórnarinnar vegna þeirrar gífurlegu efnahagsvandræða sem þessir menn höfðu komið sér og bandarísku þjóðinni í. Verðlaunin eru öfugmæli, óréttlát og hneiksli að mati Bandaríkjamanna sem rætt hefur verið við og trúlega verða þessir bankaspekúlantar lögsóttir á næstunni vegna fjárglæfra og spillingar. Það eru fleiri en við Íslendingar sem þurfum að taka til eftir stjórnendur bankanna hér og fjárglæframenn hjá okkur og það hratt svo þeir geti ekki falið spor sín eða komið undan illa fengnum fjármunum sem í raun tilheyra íslenskum almenningi fyrst og fremst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband