Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
19.1.2009 | 19:02
Aðvörun Davíðs
19.1.2009 | 18:35
Hvers vegna var ekki brugðist við aðvörun Davíðs?
19.1.2009 | 17:59
Aðgerðaleysi í efnahagsmálum
Allt virðist bera að sama brunni þegar hrun íslenska efnahagskerfisins er skoðað betur. Ekki kemur á óvart að seðlabankanum hafi verið ófært að starfa eðlilega. Þar sátu óhæfir stjórnendur með Davíð í fararbroddi sem hugðu hvorki að BINDISKYLDU viðskiptabankanna né framferði fjármálafyrirtækja sem seldu og keyptu önnur fyrirtæki á yfirverði og bókfærðu yfirverðið sem VIÐSKIPTAVILD sem síðan lá til grundvallar frekari lánum, kaupum og sölum með vitund og vilja seðlabankans, Fjármálaeftirlits og ráðherra í meintu umboði landsmanna.
Voru í raun án Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2009 | 05:53
Nýtt lýðræði á Íslandi núna – já, við getum!
Skúli Helgason: Krafa um breytingar á rétt á sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.1.2009 | 07:30
Lýðræði í svörtu og hvítu
Skrifaði nokkrar línur um lýðræði í vikunni og uppgötvaði í framhaldi af því umræðu á blogginu um hvort lýðræði væri í landinu eða ekki.
Vil taka fram að það hefur aldrei hvarflað að mér að spurningin væri um annað hvort eða, lýðræði eða ekki lýðræði, svart eða hvítt. Fyrir mér er lýðræði spurning um innihald ekki tóma umgjörð, um hvers konar lýðræði, hvort það er t.d. beint eða fulltrúalýðræði og svo framvegis.
Las fyrir nokkrum misserum grein vonsvikins manns sem hafði lengi verið trúr sama flokknum en í kjölfar kosninga og stjórnarmyndana hafði hann í raun stutt allt annan flokk til áhrifa en sinn eigin þar sem flokkurinn gerði alltaf annað en hann sagðist mundu gera. Er það þannig lýðræði sem við viljum hafa á Íslandi?
15.1.2009 | 21:26
Vanhugsuð sameining
Sameiningartillögur heilbrigðisráðherra varðandi heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi eru greinilega vanhugsaðar og í andstöðu við vilja fagfólks og notenda þjónustunnar. Tillögurnar virðast byggja á hugmyndafræði einni saman. Þær eru ekki nægilega vel rökstuddar rekstrarlega og eins og læknaráð HAK bendir á í ályktun sinni þá eru þær faglega vafasamar þar sem þær munu hafa neikvæð áhrif á þróunarmöguleika FSA og HAK. Með öðrum orðum: Tillögurnar munu gera heilbrigðisþjónustuna verri á svæðinu en hún er núna. Ég tek undir sjónarmið Læknaráðs HAK og hvet ráðherra til að endurskoða tillögur sínar eða draga þær til baka.
Læknaráð HAK lýsir ánægju með núverandi rekstrarform | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2009 | 02:15
Sultaról heilbrigðisþjónustunnar - hver ber ábyrgð?
Sú heita umræða sem nú stendur yfir um svokallaða hagræðingu í heilbrigðisþjónustunni er mjög skiljanleg. Heilsa og heilbrigði er dýrmætasta eign hvers manns og öll viljum við efla og verja þau heilbrigðisgæði sem við þekkjum best. Heilsan er auðlind sem þarf að umgangast af varúð og virðingu svo hún skili þjóðfélaginu og einstaklingnum sem mestum hagnaði. Hagfræði heilsunnar gengur út á og fjallar um atferli við öflun og ráðstöfun heilbrigðisgæða. Þetta er kjarni málsins.
Í kjölfar ákvörðunar núverandi ríkisstjórnar um sparnað og að tillögu fagráðuneytis heilbrigðismála undir verkstjórn heilbrigðisráðherra hafa verið teknar ákvarðanir sem munu hafa víðtæk áhrif á ráðstöfun heilbrigðisgæða þjóðarinnar. Vandamálið er að þjóðinni hefur ekki verið kynnt nægilega vel, jafnvel ekki neitt, hvert stefni í þessum málum? Hefur heilbrigðisstefna Guðlaugs Þórs og ráðgjafa hans verið kynnt opinberlega? Hver er heilbrigðisstefna Sjálfstæðisflokksins, hefur hún verið kynnt í aðdraganda aðgerða ráðherrans? Væntanlega hefur þessi stefna flokksins skilað honum einhverjum atkvæðum í síðustu kosningum.
Svo virðist sem enginn vilji taka almennilega ábyrgð á aðgerðunum. Vísað er til almennra hagrænna forsendna, efnahagskreppu og ... , en engin markmið sett fram um meiri gæði þjónustunnar, betri heilsugæslu, umönnun aldraðra og sjúkra, ... . Það vantar ekki fullyrðingar ráðherrans um nauðsyn ráðstafanna, en það vantar skýringar og markmið. Ráðherrann lætur stofnununum sjálfum eftir að herða sultarólina og ákveða til hvaða sparnaðarráðstafana skuli gripið, eftir að þeim hefur verið gert ljóst að þær fái ekki nægilegt fjármagn til núverandi starfsemi. Ráðstafanirnar bitna á skjólstæðingum heilbrigðisþjónustunnar - almenningi í landinu - sem veit ekki raunverulegar ástæður þeirra. Þetta er ljótur pólitískur leikur og ekki lýðræðislegur.
Hver ber ábyrgð í þessu máli? Ábyrgðin er ríkisstjórnarinnar sem blessar sultaról heilbrigðisráðherrans. Stjórnendur sjúkrastofnananna bera ábyrgð á þeim ráðstöfunum sem gripið er til í stofnunum þeirra. Svo einfalt er það! Hvers vegna að hengja bakara fyrir smið?
12.1.2009 | 22:31
Annað lýðveldið - áhugaverð hugmynd
Horfði á Silfur Egils í gær á Vefsjónvarpinu. Silfrið er oftast gott og var það að þessu sinni einnig. Hreifst af hugmynd Njarðar P. Njarðvík um Annað lýðveldi á Íslandi, þ.e. annað og betra lýðræði en við búum við í dag. Margir hafa reyndar bent á að lýðræðinu sé ábótavant á okkar ágæta landi og það lengi. Þá var í þættinum bent á að tækifæri okkar til breytinga væru einmitt núna og ég tek heilshugar undir það, en varast þarf allt lýðskrum og lýðskrumara.
Þá hugnast mér alþingiskosningar á þessu ári í kjölfar margra vikna upplýsts þjóðfundar um efnahagsástandið, aðdraganda þess og leiðir út úr kreppunni. Þá á ég ekki bara við þann þjóðfund sem hefur verið haldinn undanfarnar vikur og mánuði heldur álíka langan þjóðfund í aðdragandi þingkosninga kosninga. Slíkur þjóðfundur mundi gera frambjóðendum og kjósendum kleift að kryfja til mergjar stöðuna í efnahagsmálum þjóðarinnar, horfurnar og leggja drög að framtíð lands og þjóðar og þar með eigin framtíð.
Það er léleg afsökun að bera við stjórnarkreppu eða einhverju álíka sem ástæðu þess að boða ekki til alþingiskosninga á næstunni, helst í vor. Ráðherrar núverandi ríkisstjórnar eru ráðnir til ráðherrastarfsins þar til kosið er og þeir verða að standa sína vakt þrátt fyrir kosningabaráttu. Þetta er gangur lýðræðisins nú sem fyrr og að halda öðru fram er rangfærsla. Þjóðfundur á vormisseri nýs árs mundi ekki trufla það ágæta fólk sem nú vinnur hörðum höndum á lægri stjórnstigum, í ráðuneytum og öðrum stjórnsýslustofnunum, við að koma þjóðarskútunni á kjölinn aftur.
Hraða þarf úttekt á ábyrgð leikstjórnenda og aðalleikenda í kreppudramanu því annars munu hinir átakanlegu atburðir undanfarinna mánaða og ára verða að varanlegri menningarmartröð þjóðarsálarinnar, eins og hver annar óupplýstur glæpur, sem að engu er hengt né af lært. Skilaboð slíkrar niðurstöðu eru hættuleg samkennd og samstöðu í nútíð og framtíð. Nýtt lýðveldi þarf að byggja á samstöðu og ábyrgð gagnvart öðrum og þeim verkefnum sem fólki eru falin í umboði almennings. Nú er lag að hverfa frá sjálfhverfu og einkavinavæðingu gærdagsins og byggja upp styrka innviði nýs samfélags sem setur sér það markmið að byggja á raunverulegu lýðræði, heiðarleika, samkennd og jöfnuði.