Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Stökktu Ingibjörg!

Það er enginn stjórnmálamaður eða kona sem nýtur jafn mikillar virðingar og trausts og þú Ingibjörg. Vona því innilega að heilsa þí leyfi að þú gefir áfram kost á þér til forystu í Samfylkingunni og íslenskum stjórnmálum. Þú ein ert að minni hyggju fær um að sameina þau öfl jafnaðarfólks sem geta komið Íslandi á réttan kjöl aftur.

Gleymum ekki fyrirheiti Samfylkingarinnar á sínum tíma að samfylkja því fólki sem vill jöfnuð lífsgæða og jafnrétti kynjanna. Gleymum ekki að sundruð föllum við og sameinuð stöndum við. Gefum næstu kosningum atkvæði okkar til nýrrar framtíðar. Hversu lengi eigum við sem aðhyllumst jafnræði, frelsi til athafna og skoðana að líða fyrir sundurlyndi vegna öfgaáróðurs um að við séum ekki fær um að stjórna landinu til réttlætis og jöfnuðar.

Kjörtímabil er ekki langur tími og að þessu sinni legg ég til að allir sem geta hugsað sér breytingar gefi þeim flokkum tækifæri sem ekki hafa fengið undanfarin 17 til 18 ár. Fjögur ár er ekki langur tími og mörgu góðu má til leiðar koma á þeim tíma sem gagnast íslenskum almenningi.

Forðumst hræðsluáróður sjálfstæðisflokksins sem hefur blindað fjölda manns á undanförnum árum. Verk þessara manna sýna svo ekki verður um villst hversu skaðleg íslensku nútíma samfélagi hugmyndir þess flokks eru.

Já, við getum breytt íslensku samfélagi ef við leggjumst á árarnar saman.


mbl.is Samfylking stærsti flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð, Sigmar og Frúin í Hamborg!

Það var gaman að fylgjast með leiksnilld Davíðs í Frúnni í Hamborg í Kastljósinu. Sigmari tókst aldrei að fá Davíð til að segja Já allan tímann og Nei sagði Davíð ekki heldur þar sem hann samdi spurningarnar bara sjálfur og svaraði þeim út í hött eins og „góðum“ stjórnmálamanni af gamla skólanum lætur svo vel. Eftir sitja áhorfendur ennþá meira undrandi á þessari endalausu veruleikafirringu sem einkennir „Jarlinn af seðló“.

Það var hrein snilld hjá Davíð að koma sök á andlitslausan sjálfstæðisflokkinn á aðgerðaleysi í aðdraganda kerfishrunsins og í kjölfar þess án þess að á hann mætti minnast né um spyrja. Var traust forsetisráðherra og fjármálaráðherra sjálfstæðisflokksins svo lítið til Davíðs að þeir hlustuðu ekki á aðvaranir hans? Hvers vegna hlustaði enginn á varnaðarorð Davíð, var hann þá þegar fyrir þremur árum rúinn öllu trausti alls staðar?

Er Davíð einungis fórnarlamb allra hér á jörð nema þeirra ónafngreindu sem hringja án afláts í hann til að kvarta yfir óréttlæti ólígarkanna hver gegn öðrum? Ekki á ég von á að hver sem er fái samtal við aðalseðlabankastjóra svona án verulegrar atrennu! Frúin í Hamborg getur verið skemmtileg þegar úrslit leiksins varða ekki alla þjóðina, en það var ekki tilfellið í kvöld.


mbl.is Davíð í Kastljósviðtali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverkalögum beitt gegn Landsbanka vegna peningaþvættis?

Eru hér að koma fram ástæður þess að Bresk stjórnvöld beittu hryðjuverkalögum gegn Landsbankanum í haust? Hverjir eru að fela eignarhald sitt eða dylja fé og eignir á Tortola og hvers vegna? Vona að þetta skýrist sem fyrst.
mbl.is Skattaskjólin misnotuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óska frænku minni alls hins besta!

Ég óska frænku minni alls hins besta í þessu sambandi og vona að hún leggi sitt á vogarskálar áframhaldandi samstarfs Samfylkingar og VG. Þar þarf þó að koma til vilji til að fara í aðildarviðræður við ESB og í framhaldi af því þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöðuna.


mbl.is Guðfríður Lilja leiði listann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir fyrir samfylkingu félagshyggjufólks, jafnaðar- og kvenfrelsissinna!

Þetta eru góðar fréttir fyrir samfylkingu þeirra sem vilja félagshyggju, kvenfrelsi og jöfnuð. Ég fagna þessum fréttum og óska Ingibjörgu Sólrúnu alls hins besta. Ég treysti einnig Jóhönnu til að vinna gegn öllum tilraunum til að sundra því ágæta fólki sem vill berjast fyrir nýju Íslandi og lagði upp í þá langferð um síðastliðin aldamót. Sameinuðum mun þetta ætlunarverk okkar takast.  


mbl.is Ingibjörg Sólrún ekki að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG og ESB-viðræður

Það er ljóst að erfitt verður fyrir VG og Samfylkinguna að starfa saman í nýrri ríkisstjórn ef VG eru ekki tilbúnir til að hefja aðildarviðræður við ESB og gefa þjóðinni í framhaldi kost á að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöðu slíkra viðræðna.  
mbl.is Ekki verið samið um framhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fráleitt vitlaust Jón Baldvin!

Þetta er ótrúlega skammsýn skoðun, ef rétt er eftir höfð, hjá Jóni Baldvin. Ingibjörg Sólrún er frábær leiðtogi og það eru engir kandídatar í sjónmáli sem gætu komið í hennar stað.

Ingibjörg Sólrún er eini stjórnmálamaðurinn á þessari stundu sem í raun er fær um að sameina fólk á miðju og vinstri kanti stjórnmálanna í landinu. Ég tel það hafa verið afar skynsama ákvörðun hjá Ingibjörgu Sólrúnu að stíga til hliðar fyrir Jóhönnu nú þegar mikið liggur við að ná saman kjósendum núverandi stjórnarflokka til að standa áfram saman að framgangi félagshyggju, kvenfrelsi og jöfnuði í Íslensku þjóðfélagi.

Fortíðarhyggja Jóns Baldvins er úr takti við nýja tíma samstöðu um nýtt lýðveldi með bættu fulltrúalýðræði og aukinni þátttöku almennings í þjóðfélagsþróuninni. Spái því að Ingibjörg komi fílelfd til baka í vor og nái að mynda sterka jafnaðarmannastjórn til nokkurrar framtíðar á Íslandi.


mbl.is Jón vill að Ingibjörg víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverkalögum beitt til að hindra ítök Rússa í Bretlandi?

Ég hef eins og aðrir velt fyrir mér hugsanlegum skýringum á beitingu hryðjuverkalaga gegn íslenskum bönkum. Eina skýringin sem mér finnst koma til greina er að breska leyniþjónustan hafi komist á snoðir um að rússnesk yfirvöld væru að nota íslensku bankana til að komast til áhrifa í Bresku atvinnulífi og samfélagi. Það skal tekið fram að hér byggi ég ekki á neinum raunverulegum upplýsingum heldur les í umfjöllun blaða á undanförnum misserum. Þess er skemmst að minnast að orðrómurinn um slæma stöðu íslenska fjármála- og bankakerfisins varð að raunveruleika. Vona að orðrómurinn um að Rússar hafi misnotað íslenska bankamenn og embættismenn sé ekki sannur.  
mbl.is Alþjóðlegum lögum framfylgt hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenkar orkuauðlindir til Rússa?

Af viðtalinu við Berezovskí má skilja að Rússar hafi keypt eða reynt að kaupa íslenskar orkulindir. Nærtækasta dæmið um tilraun til kaupa á slíkum auðlindum eru tilraunirnar til að kaupa Orkuveitu Reykjavíkur. Við hvað á Berezovskí?

Rússapeningar - hvers vegna og hvernig?

Svipaðar fréttir hafa komið af og til og nú bíður maður eftir að sjá eldinn. Það hefur fundist reykur lengi.
mbl.is Segir Rússa hafa keypt Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband