Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Til hamingju með nýja viðreysnarstjórn!

Full ástæða er til að fagna nýrri ríkisstjórn, þrátt fyrir að hún eigi ekki, að sinni a.m.k., langa lífdaga í vændum. Verkefni hinnar nýju stjórnar eru mörg og brýn. Meginmarkmiðið er þó sem fyrr að reisa við efnahag landsins. Það er mikill léttir að losna við Sjálfstæðisflokkinn út úr stjórnarráðinu og halda þarf áfram að taka til eftir langa stjórnarsetu þess flokks og Framsóknar. Og vonandi eigum við ekki eftir að sjá þann flokk frekar en Framsóknarflokkinn koma að hreinsunarstarfinu næstu árin en það er samt þakkarvert að Framsókn hyggst verja stjórnina falli í 80 daga og ekki óeðlilegt að sá flokkur setji einhver skilyrði fyrir aðkomu sinni. Það má hins vegar alltaf deila um hversu sanngjörn þau eru. Þar sem ákveðið hefur verið hvenær næstu kosningar skuli fara fram er kosningabaráttan hafin og allt sem fulltrúar flokkana segja á næstu vikum þarf að skoða vel í því ljósi. Það er von mín og trú að kjósendur muni velja núverandi stjórnarflokka áfram til að leiða þjóðina í öruggt skjól Evrópskrar samvinnu og samstarfs á efnahagssviðinu. Það þarf að vísu hugarfarsbreytingu til hjá öðrum flokknum, en hún er ekki ómöguleg og við sem viljum róttækar þjóðfélagsbreytingar ættum að taka Obama nýkjörinn forseta Bandaríkjanna okkur til fyrirmyndar þegar hann segir - „já við getum!“


mbl.is Slá skjaldborg um heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingimar Johannsson og Reykjavíkurmaraþonið

Við andlátsfréttina rifjaðist upp fyrir mér þegar við bræður, Knútur Óskarsson og ég, urðum vitni að maraþonhlaupi þeirra félaga Ingimars Jóhannssonar og Floyd Patterson 1980. Þetta var sumarið 1980 í Gautaborg, heimabæ Ingimars, og var Knútur í heimsókn en ég hafði dvalið þar við nám í fjögur ár. Þeir gömlu félagarnir, Ingimar og Floyd, hittust eftir langann tíma og hlupu saman að mig minnir hálft maraþon.Éf ég man rétt þá höfðu þeir ekki hist frá því þeir öttu kappi saman um og eftir 1960. Á þessari stundu fékk bróðir minn hugmyndina að Reykjavíkurmaraþoninu, eins og hann vildi sjá það, og þar sem hann var forstjóri Úrval-Útsýnar um þetta leyti gat hann beitt sér fyrir því að erlendir þátttakendur kæmu og tækju þátt í hlaupinu og það gerði hann svo sannarlega.  Hann varð fyrsti formaður RM og átti afar gott samstarf við það ágæta fólk innan íþróttahreyfingarinnar um þetta verkefni. Fleiri hugmyndir voru uppi um maraþon á Íslandi á þessum tíma en óhætt er að fullyrða að þátttaka Úrvals-Útsýnar skipti sköpum í þessu sambandi.


mbl.is Hnefaleikarinn Ingemar Johansson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Golíat þakkar Davíð

Geir kann sig, það er engin spurning. Að falla með flaggið í fulla stöng, en hvað svo?
mbl.is Geir þakkar stjórum Seðlabanka vel unnin störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrg fjármögnun Norðmanna

Gott hjá frændum vorum Norðmönnum. Fjármagnið er sjaldan hlutlaust og enn síður fjármögnunin. Svona á að hafa áhrif til betri heims.
mbl.is Norski olíusjóðurinn setur 2 fyrirtæki á bannlista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með óttann að leiðarljósi

Væntingar eru mikilvægir atferlishvatar og Geir er sjálfum sér samkvæmur í að tjá ótta sinn í gagnrýni sinni á pólitíska andstæðinga sína og myndun nýrrar ríkisstjórnar. Full ástæða er að gera sér grein fyrir þeim væntingum sem hrærast með hverjum og einum, ekki síst í samstarfi. Geir hefur fullan rétt til að lýsa líðan sinni og viðhorfum og það ber að virða. Hins vegar að láta stýrast af óttanum eru skelfileg örlög og ekki góð pólitísk stefna þegar til lengri tíma er litið. Mörg dæmi eru úr sögunni þar sem ótti fólks hefur haft alvarlegar afleiðingar með tilliti til samskipta þess, fordóma og átrúnaðar. Þess vegna er afar mikilvægt að vinna af heilindum, byggja upp traust og leita eftir auknum sjálfsskilning í pólitísku samstarfi.


mbl.is Geir óttast sundrung og misklíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sálfræðingurinn Geir H. Haarde tjáir sig um kreppuna!

Hatur er sálfræðileg skýring ekki efnahagsleg! Það er víðar en á Íslandi rætt um óstjórn og stjórnleysi stjórnvalda og siðleysi fjármálastofnana. Hér í Bandaríkjunum er þetta efst á baugi efnahagsumræðunnar þessa stundina. Rætt er um aðgerðaleysi Bush stjórnarinnar og siðleysi fjármálamanna á Wallstreet.  Það þarf ekki hatur til að sjá að nauðsynlegt sé að láta einstaklinga sæta ábyrgð sem sannanlega bera hana en það er ekki nóg! Það þarf að taka á rót vandans sem er það regluverk og eftirlitsapparat sem þarf að vera til staðar svo svona kerfishrun verði ekki aftur og með sama heiftarlega hætti.
mbl.is Geir: Stjórnuðust af hatri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar haustið 2009

Kjósum stjórnlagaþing og til Alþingis í haust. Með því móti gefum við almenningi í landinu ráðrúm til að meta verk þeirrar ríkisstjórnar sem nú er í burðarliðnum og verk fyrrverandi samstarfsflokks Samfylkingarinnar í ríkisstjórn.

Obama tekur á bónusum á Wallstreet - hótað er lögsókn!

Þá er komið að því að hreinsa til hér í Bandaríkjunum. Obama hefur hafið hreinsunarferlið á Wallstreet og hefur verið á sjónvarpsstöðvunum hér að tjá sig um þá gífurlegu bónusa sem stjórnendur fjármálageirans á Wallstreet greiddu sjálfum sér vegna fjármálastarfsemi sinnar á liðnu ári. Eins og flestir vita þá samþykkti Bandaríkjaþing gífurlegan fjárstuðning við fjármálastofnanir á Wallstreet á lokavikum Bush stjórnarinnar vegna þeirrar gífurlegu efnahagsvandræða sem þessir menn höfðu komið sér og bandarísku þjóðinni í. Verðlaunin eru öfugmæli, óréttlát og hneiksli að mati Bandaríkjamanna sem rætt hefur verið við og trúlega verða þessir bankaspekúlantar lögsóttir á næstunni vegna fjárglæfra og spillingar. Það eru fleiri en við Íslendingar sem þurfum að taka til eftir stjórnendur bankanna hér og fjárglæframenn hjá okkur og það hratt svo þeir geti ekki falið spor sín eða komið undan illa fengnum fjármunum sem í raun tilheyra íslenskum almenningi fyrst og fremst.

Rafrænar heilsufarsupplýsingar munu auka gæði heilbrigðisþjónustunnar

Aukin rafræn samskipti í heilbrigðisþjónustu eru tímabær og munu spara fjármuni til lengri tíma og auka gæði þjónustunnar. Það er einnig ákaflega mikilvægt að sjúklingar hafi auðveldan aðgang að upplýsingum um eigin heilbrigði og meðferð á netinu. Þetta mun stuðla að auknu heilsulæsi meðal almennings og auka öryggi. Í dag er þekking almennings á heilsu og heilbrigði að aukast jafnt og þétt. Heilsuefling er sameiginlegt verkefni almennings og heilsugæsluaðila, því er mikilvægt að upplýsingar séu aðgengilegar fyrir báða aðila.


mbl.is Heilsuupplýsingar fáist á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er þegar starfandi kvenfrelsisflokkur!

Þegar Samfylkingin var stofnuð fyrir tæpum áratug stóð Kvennalistinn að stofnuninni. Samfylkingin er yfirlýstur kvenfrelsisflokkur - samfylking kvenna engu síður en karla. Mikilvægt er að efla baráttuna fyrir jafnrétti og jafnræði kynjanna en hættan er sú að stofnun þverpólitísks kvennaframboðs - FLOKKS - mundi sundra pólitíska litrófinu ekki sameina það, en sameining um málefni er einmitt mikilvægt núna. Stofnun þverpólitískrar kvenna-HREYFINGAR- er hins vegar af hinu góða.  
mbl.is Fréttaskýring: Er tíminn réttur fyrir nýtt kvennaframboð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband