Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Enga tækifærismennsku kjósum í haust!

Það er full ástæða til að gefa nýrri stjórn tíma til að sanna sig áður en kemur að kosningum og því skynsamlegra að halda einar kosningar til Alþingis og stjórnlagaþings í haust en ekki í vor þar sem það er of snemmt. Steingrímur virðist átta sig á þessu hvað varðar stjórnlagaþingið, en tækifærismennskan virðist ennþá ráðandi varðandi tímasetningu Alþingiskosninganna. Ný stjórn þarf frið fram á haust til að takast á við efnahagsvandann og sanna sig fyrir kjósendum ogh það mun henni áreiðanlega takast. Sjálfstæðismenn hafa fulla ástæðu til að óttast aukið fylgi við hina nýju stjórn alveg eins og að vænta eigin fylgisaukningar í vor.
mbl.is Samþykkja stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækifærismennska Framsóknar og VG má ekki eyðileggja!

Það er eðlilegt og tímabært að kjósa til stjórnlagaþings í vor samhliða kosningum til Alþingis. Hins vegar virðist tækifærismennska Framsóknar hafa blindað flokksstjórnina þar sem krafist er kosninga fyrir 25. apríl. Það sjá þeir sem vilja sjá að stjórnlagaþing er nýr og brýnn kostur og krefst vandaðs undirbúnings, hið sama á raunar við um Alþingiskosningar í kjölfar þeirra stjórnarskipta sem nú eru í burðarliðnum.

Svo virðist sem tækifærismennska Framsóknar sé fyrst og fremst byggð á skoðanakönnunum í kjölfar kosningu formanns flokksins og stjórnar nú á dögunum. Vinstri grænir hafa sýnt af sér svipaða tækifærismennsku í kröfu sinni um kosningar áður en Sjálfstæðismenn hafa náð að safna sínu liði og endurheimta styrk sinn! Þetta eru alvarleg merki um að tveir flokkar hyggist nýta sér fylgi í skoðanakönnunum til að fá umboð sem í besta falli vafasamt og kann að vera óréttmætt!

Það er nefnilega eðlileg krafa kjósenda að Framsókn endurnýji umboð sitt í ljósi einhverrar reynslu af nýrri forystu nákvæmlega með sömu rökum og kjósendur eiga rétt á að kynnast nýju stjórnarsamstarfi Samfylkingar og Vinstri grænna áður en til kosninga kemur. Þau gildu rök voru sett fram í kjölfar aðgerðaleysis fyrrverandi stjórnarflokka, einkum vegna aðgerðaleysis Sjálfstæðismanna, að sú stjórn hefði ekki lengur umboð kjósenda. Sú stjórn hefur nú farið frá vegna m.a. kröfu almennings. Það er alvarlegur hlutur ef flokkar ætla að nýta sér þann pólitíska glundroða sem er uppi í augnablikinu til að ná umboði sem síðan reynist engin innistæða fyrir þegar frá líður.

Því legg ég til að kosið verði til Alþingis og stjórnlagaþings í haust og þannig gefist tími til að kynnast nýju stjórnmálaástandi og stjórnmálaöflum í og utan stjórnar. Einungis þannig er kjósendum og stjórnmálaöflum í landinu gefinn tími til að ná áttum í flókinni stöðu á ögurstund íslenskra stjórnmála.

   


mbl.is Kosið í vor og í haust?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytingar heilbrigðisráðherra í takt við nýja tíma!

Af hlutverkum Eftirlitsstofnunar heilbrigðisþjónustu að dæma er um að ræða mikilvæg verkefni sem aðrar stofnanir hafa annast áður en þar eru einnig ný verkefni sem munu gagnast skjólstæðingum heilbrigðisþjónustunnar og þjónustunni sjálfri til aukinna gæða.  Þá er einnig gert ráð fyrir gildisauknu hlutverki Lýðheilsustofnunar hvað varðar upplýsingaöflun og upplýsingagjöf.

Af fréttinni að dæma er á ferðinni jákvæðar breytingar á tveimur lykistofnunum heilbrigðiskerfisins, þ.e. Landlæknisembættinu og Lýðheilsustöð. Ekki kemur fram í fréttinni breytt hlutverk Landlæknis en augljóst er að það mun breytast. Í ljósi breyttra tíma í skilgreiningu heilbrigði og verkefna heilbrigðisþjónustu, og nýrra heilbrigðisstétta er full ástæða til að endurskoða hlutverk Landlæknisembættisins. Óska ráðherra alls góðs í þessu sambandi.


mbl.is Undirbýr Eftirlitsstofnun heilbrigðisþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjartsýni í skammdeginu lýsir upp Grímsey!

Góð frétt. Gott að heyra af Grímseyingum, þeir brosa og eru bjartsýnir. Og það þurfum við hin að vera líka því það horfir vel í augnablikinu á pólitíska sviðinu. Bjartsýni er holl heilsunni og hana þarf að hafa í huga og virkja þegar teknar eru t.d. stjórnvaldsákvarðanir um mikilvæg málefni eins og skipulag heilbrigðisþjónustunnar á Norðurlandi.
mbl.is „Góð áhrif á huga og sál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leggja þarf niður bankastjórnina og stofna Fagráð Seðlabanka í staðinn!

Með því að leggja niður starf bankastjórnar Seðlabankans og stofna t.d. Fagráð hæfra stjórnenda í staðinn má losna við núverandi bankastjórn. Til þess þarf lagasetningu á Alþingi sem ætti að vera auðvelt mál. Kostnaður þessara breytinga á ekki að vera til fyrirstöðu málinu.
mbl.is Davíð undir væng Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver gerði árásina Sigurður?

„Höfuðlausn“ Sigurðar Einarssonar er áhugaverð lesning, en þar kemur ekki fram hver hafi staðið fyrir atlögunni að Kaupþingi. Veit Sigurður það? Athygli vekur umsögn Sigurðar um Seðlabankann og seðlabankastjórann Davíð. Hér kemur frásögn úr öðru horni en öskrandi skríls á Austurvelli eða erlendra fjármálasérfræðinga. Eru allir að leggja Davíð í einelti eða er eitthvað að marka það sem kemur fram víðar að og án afláts um vanhæfi seðlabankasjóra? Vitið þér enn eða hvað?
mbl.is Atlaga felldi íslenska kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Björn endurholdgaður Lúðvík 14?

Forsetinn er kjörinn af þjóðinni, er málssvari hennar og getur ekki verið hlutlaus í persónugerðum skilningi Björns, þ.e. fyrstupersónuskynjum hans á forsetaembættinu. Hefur Björn ekkert þroskast frá tímum Lúðvíks 14. sem hélt því fram að ríkið væri hann. Eru embættismenn fulltrúar sjálfs sín á 21. öldinni, að mati Björns? Hvað hefur dottið í Björn hafa honum skrikað aldir?  
mbl.is Björn: Forsetinn gekk á svig við hlutleysi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir en ónákvæmar

Gott að heyra, en bendi á að það átti að bregðast við vanda bankakerfisins miklu fyrr en í byrjun ársins 2008 því Seðlabankinn varað ríkisstjórn Geirs H Haarde og Framsóknar við ári fyrr sbr. ársskýrslu Seðlabankans frá 30. mars 2007!

OG ég spyr öðru sinni:  

Hvers vegna brást ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar EKKI við aðvörun Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra 30. mars 2007? Það væri við hæfi að núverandi og þáverandi forsætisráðherra Geir Haarde svaraði því! Davíð varaði við greiðslu yfirverðs fyrir „vænlega“ fjárfestingarkosti og bókfærslu VIÐSKIPTAVILDAR í bókhaldi fyrirtækja en viðskiptavildin var notuð til að auka veðsetningargildi fyrirtækja og fjárfestinga með vitund og vilja stjórnvalda. Ráðamenn þjóðarinnar töluðu þetta huglæga fyrirbæri upp eins og þeir gátu og stuðluðu þannig að kerfishruninu.  


mbl.is Gæti birt til á næsta ári eða 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Línur þarf að leggja hliðlægt!

Nú reynir á samstarfsvilja VG. Það verður ekki auðvelt að fara úr hlutverki gagnrýnandans - hrópandans á Alþingi - og í hlutverk samstarfsaðila í ríkisstjórn. Til þess þarf góðan ásetning og pólitískan vilja. Varast þarf að fara fram með bægslagangi og offorsi, það á við um alla samstarfsaðila hvort sem þeir eru grænir vinstra megin eða appelsínugulir báðum megin. Óska Samfylkingu og VG góðum árangri til frambúðar sambúðar til framtíðar.  
mbl.is VG leggur línurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað þarf að skipta út þar líka

Þetta er ekki nema sjálfsögð krafa að bankastjórnin taki sína ábyrgð. Vandamálið virðist vera að Sjálfstæðisflokkurinn óttist að Davíð fari aftur í stjórnmálin verði honum sagt upp í bankanum.
mbl.is Vill nýja bankastjórn í Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband