Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Má tala við þessa menn? Hvað meinar ráðherrann?

Það er ánægjulegt að Steingrímur hefur hafið samtöl við IMF. Það er af hinu góða að ræða saman. Verra væri ef Steingrímur ákveddi að ræða ekki við „þessa menn ...“, því hverju mundi það skila? Nú veit ég ekki hvort Steingrímur á við að Sjálstæðisráðherrarnir hafi verið búnir að segja honum að ekki mætti ræða við IMF eða bara að hann hélt það. Í raun skiptir það litlu máli aðalatriðið er að tala saman!

Obama nýkjörinn forseti Bandaríkjanna benti á það í kosningabaráttu sinni í haust að útilokunarstefna Bush og það að neyta að ræða við andstæðinga Bandaríkjanna, jafnvel meinta hryðjuverkamenn skilaði engum árangri. Mikilvægast í öllu pólitísku starfi er að ræða saman og án skilyrða. Þannig næðist árangur, en ekki með því að ræðast ekki við, slíta t.d. stjórnmálasambandi við önnur ríki, einangra þau á alþjóðavettvangi o.s.frv.

Ég held að Steingrímur hafi uppgötvað kjarna málsins þegar hann segir: „Það kemur í ljós að það má bara tala við þessa menn ... "!  


mbl.is Steingrímur ræddi við IMF í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gegn flokkræðinu!

Áform núverandi stjórnar eru skref í átt frá flokksræði til meira lýðræðis og því ber að fagna ákaft. Óska Jóhönnu og samstarfsaðilum hennar góðs gengis í áformum sínum.


mbl.is Opnað fyrir persónukjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurreisn trúverðugleikans mikilvæg!

Það er einmitt afar mikilvægt að endurreisa trúverðugleika Seðlabankans og annarra banka í framhaldinu. Ný ríkisstjórn byrjar viðreisnarstarfið vel.
mbl.is Áætlanir um endurreisn fjármálakerfisins brátt kynntar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurnýtanlegar bleiur og bindi á Húsavík

Lesendur góðir, ykkur kann að finnast ég ræði of mikið um Húsavík og atvinnuþróunina þar, en bærinn er mér kær. Ég varð þeirri gæfu aðnjótandi að fæðast þar fyrir rúmlega hálfri öld og mun halda uppá atburðinn næst komandi laugardag. Áður hef ég bloggað um framtíð Húsavíkur á sviði ferðaþjónustu, en bærinn er afar vel í sveit settur sem ferðaþjónustubær. Nú þegar er blómleg starfsemi á húsavík á sviði hvalaskoðunar og en ferðaþjónustu má efla til mikilla muna í bænum.

Góður bær Húsavík sem á allt gott skilið og ekki síst blómlegt atvinnulíf. Þar býr gott fólk sem hefur alla tíð unnið baki brotnu og dregið björg í bú landsmanna. En mér finnst áhrifamenn í bæjarfélaginu horfa of mikið til atvinnutækifæra gærdagsins og fortíðarinnar með áherslu sinni á áliðnað, en hvers vegna áliðnað. Hvað um framleiðslu í stórum stíl á t.d. endurvinnanlegum bleium og dömubindum? Er það of lásí framleiðsla til að fá hljómgrunn í bæjarfélaginu eða til að ná eyrum bæjarbúa?

Flest öll börn á Vesturlöndum sem skipta milljónum nota einnota bleiur. En hvers vegna ekki að framleiða bleiur og endurnvinna og breyta þeim í áburð. Þetta er gert hér í Bandaríkjunum. Að vísu er framleiðslan á byrjunarstigi en lofar góðu. Umræddar bleiur eru úr pappírsefni og lífrænum efnum sem líkjast plasti en eru ekki plast og þar af leiðandi ekki úr olíu sem mengar. Þessar bleiur eru lofaðar af mæðrum sem hafa notað þær. Bleiurnar eru endurunnar að notkun lokinni og notaðar í ilmandi jarðveg sem hjálpar við uppgræðslu og garðrækt.

Það er ekki neinn smáræðisfjöldi barna sem þarf á bleium að halda í heiminum og oft á dag á meðan á bleiustandinu stendur. Framleiðsla til útflutnings á bleium yrði miklu mun arðbærari en ál. Sviðaða sögu er að segja um dömubindin, þau eru mikið notuð og þau mætti einnig endurnýta ef þau væru framleidd úr réttu hráefni og ef hugarfar til endurvinnslu breyttist. Legg til við bæjarstjórn á Húsavík og framfarasinnað fólk þar að hefja samstarf við erlenda aðila beggja vegna Atlantshafsins um framleiðslu á endurvinnanlegum bleium og dömubindum. 

Læt þessum hugleiðingum um framtíðar atvinnutækifæri Húsvíkinga lokið í bili, en tek fram mér er fúlasta alvara. Minni á að góðar hugmyndir verða oft að veruleika í höndum þeirra sem fyrst bregðast jákvætt við þeim og gera þær að sínum.

 


Undarleg frétt fyrir Íslending!

Á Íslandi klúðra menn engu og allra síst þeir sem bera mikla ábyrgð í stjórnsýslu, bönkum og atvinnulífi. Það eru allir aðrir sem klúðra málunum. Er svona hugsunarháttur merki um minnimáttarkennd eða meðvitundarleysi um eigin ábyrgð?

Ábyrgð kjörinna fulltrúa er mest allra þar sem þeir eru að gegna starfi í umboði einhverra sem hafa gefið þeim þetta umboð í góðri trú. Þetta skilur og skynjar Obama enda enginn venjulegur maður á einum valdamesta stóli heimsins. Af honum má margt læra, m.a. um ábyrgð þjóðkjörinna fulltrúa.


mbl.is Obama: Ég klúðraði þessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seinheppnir Húsvíkingar

Atvinnutilraunasaga Húsvíkinga er orðin ansi löng og biðin eftir ATVINNUTÆKIFÆRINU stóra er alls ekki á enda. Þetta er sorgarsaga sem vonandi lýkur þó fljótlega. Til að svo verði þurfa Húsvíkingar m.a. að lesa nýlega grein Indriða H. Þorlákssonar á bloggsíðu hans og hlusta á hjáróma raddir eins og mína. 

Það hefur lengi verið skoðun mín að Húsavík sé best allra staða á landinu fallin til ferðaþjónustu ýmiss konar, vegna legu sinnar og fagurs umhverfis í næsta nágrenni. Flugvöllinn í Aðaldal mætti byggja upp frekar og bæta einni flugbraut við til austurs-vestur. Höfnin er góð fyrir skemmtiferðaskip og þjónustu hafnarinnar mætti byggja upp enn frekar í tenglum við aukinn túrisma og ferðir skipa á norðurslóðum. Sjóstangveiði má auka að sumarlagi og selja útlendingum norðurljósaferðir að vetri til. Menningartengd ferðaþjónusta þar sem íslensk sveitamenning er gerð aðgengileg fyrir erlenda og innlenda ferðamenn er mikilvægt verkefni einnig. Útlendingar velta því gjarnan fyrir sér hvernig íslensk þjóð hefur getað alið manninn allan þennan tíma á mörkum hins byggilega heims. Sýnum umheiminum það með nýtískulegum hætti á tölvuöld.

Orkuna á Þeystareykjum mætti nota til eflingar ferðamannaiðnaðinum á Húsavík og nýta til smærri atvinnustarfsemi í bænum í stað stóriðju. Svo nokkur dæmi séu nefnd. Störf í þjónustu eru verðmætari en í framleiðslu og því eftirsókarverðari.


mbl.is Álver í Helguvík en ekki á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðisbyltingin á Laugum!

Góð frétt sem gleður mitt hjarta gamla hjarta. Mínir gömlu sveitungar láta í sér heyra og krefjast réttar síns, það líkar mér vel og sýnir að lýðræðisbyltingin er nú um allt land. Pósthúsið á Laugum er mér kært frá fornu fari enda var það í umsjá fjölskyldu minnar um langa hríð og ég átti þess kost að starfa þar, m.a. sem „póstmeistari“. Þetta er tiltölulega umfangsmikið landsbyggðarpósthús með símaþjónustu sem þjónað hefur bændum, skólafólki og fyrirtækjum á Laugum og í sveitarfélaginu sem nú er talsvert stærra en þegar ég var að alast þar upp.
mbl.is Lokun pósthúss frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögurmundur Ögmundur!

Það eru fleiri en Jóhanna sem taka til hendinni enda ekki nema 80 dagar til kosninga. Vona bara að það gjald sem greiða þarf fyrir útfallið skili sér í kjörkassana.
mbl.is Innlagnargjöld afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagna ber þessari ákvörðun. Hún er fyllilega tímabær!

Jóhanna sýnir með þessari snöfurlegu ráðstöfun að hún fer að vilja þjóðarinnar og það er vel. Forveri hennar hafði ekki skilning, vilja né þrek til þessarar ákvörðunar og uppskar útvísun. Það var líka vel. Áfram Jóhanna
mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu takmörkuð er íslensk heilbrigðisþjónusta?

Gott að lesa að Geir hafi fengið góða umönnun, líði vel og sé á heimleið. Íslenska heilbrigðiskerfið hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu og það er ekki laust við að það komi upp í hugann þegar tveir af öflugustu stjórnmálaleiðtogum landsins þurfa að leita út fyrir landssteinana til að fá þá sérfræðiþjónustu og umönnun sem þeir þurfa á að halda. Íslensk heilbrigðis- og sérfræðiþjónusta á heilbrigðissviði hefur verið talin góð, jafnvel mjög góð. Menntun íslenskra heilbrigðisstétta hefur einnig verið talin með ágætum. En nú spyrja eflaust einhverjir með tilefni af notkun erlendrar heilbrigðisþjónustu áðurnefndra stjórnmálamanna, hversu takmörkuð er íslensk heilbrigðisþjónusta?  Þarf að efla hana eða er ástæða til að sækja tiltekna þjónustu til útlanda og þá í e.t.v. auknum mæli?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband