Göngum sameinuð til framtíðar!

 Erindi samfylkingarhreyfingarinnar í íslenskum stjórnmálum er ekki lokið. Það er ekki hálfnað, það er raunar ný hafið. Samfylking kvenfrelsissinna, jafnaðarmanna og félagshyggjufólks var stofnuð til að vinna að sameiningu fólks til að vinna að framgangi málefna sem höfðu ekki haft nægilegan hljómgrunn meðal þáverandi stjórnmálaflokka.  

Stofnað var til Samfylkingingar sem hreyfingar engu síður en stjórnmálaflokks. Við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu hefur Samfylkingarhreyfingin mikilvægu hlutverki að gegna í að sameina jafnaðarmenn allra flokka. Samfylkingin verður að taka þetta hlutverk sitt alvarlega nú sem fyrr. Að minni hyggju má þetta meginverkefni og markmið samfylgingarhreyfingarinnar aldrei falla í skugga sjórnarsamstarfs af neinu tagi.

Þetta hlutverk Samfylkingarinnar hefur fallið í skuggann síðustu misseri og ekki seinna vænna að snúa af þeirri braut. Það þarf að hlusta á óánægjuraddir fólks og bjóða hópum og öðrum stjórnmálaöflum til umræðu um betra Ísland.

Samfylkingin á að hafa forystu um þetta og það þarf að hefjast handa nú þegar!  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband