24.1.2009 | 21:03
Göngum sameinuð til framtíðar!
Stofnað var til Samfylkingingar sem hreyfingar engu síður en stjórnmálaflokks. Við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu hefur Samfylkingarhreyfingin mikilvægu hlutverki að gegna í að sameina jafnaðarmenn allra flokka. Samfylkingin verður að taka þetta hlutverk sitt alvarlega nú sem fyrr. Að minni hyggju má þetta meginverkefni og markmið samfylgingarhreyfingarinnar aldrei falla í skugga sjórnarsamstarfs af neinu tagi.
Þetta hlutverk Samfylkingarinnar hefur fallið í skuggann síðustu misseri og ekki seinna vænna að snúa af þeirri braut. Það þarf að hlusta á óánægjuraddir fólks og bjóða hópum og öðrum stjórnmálaöflum til umræðu um betra Ísland.
Samfylkingin á að hafa forystu um þetta og það þarf að hefjast handa nú þegar!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.