29.1.2009 | 17:00
Tækifærismennska Framsóknar og VG má ekki eyðileggja!
Það er eðlilegt og tímabært að kjósa til stjórnlagaþings í vor samhliða kosningum til Alþingis. Hins vegar virðist tækifærismennska Framsóknar hafa blindað flokksstjórnina þar sem krafist er kosninga fyrir 25. apríl. Það sjá þeir sem vilja sjá að stjórnlagaþing er nýr og brýnn kostur og krefst vandaðs undirbúnings, hið sama á raunar við um Alþingiskosningar í kjölfar þeirra stjórnarskipta sem nú eru í burðarliðnum.
Svo virðist sem tækifærismennska Framsóknar sé fyrst og fremst byggð á skoðanakönnunum í kjölfar kosningu formanns flokksins og stjórnar nú á dögunum. Vinstri grænir hafa sýnt af sér svipaða tækifærismennsku í kröfu sinni um kosningar áður en Sjálfstæðismenn hafa náð að safna sínu liði og endurheimta styrk sinn! Þetta eru alvarleg merki um að tveir flokkar hyggist nýta sér fylgi í skoðanakönnunum til að fá umboð sem í besta falli vafasamt og kann að vera óréttmætt!
Það er nefnilega eðlileg krafa kjósenda að Framsókn endurnýji umboð sitt í ljósi einhverrar reynslu af nýrri forystu nákvæmlega með sömu rökum og kjósendur eiga rétt á að kynnast nýju stjórnarsamstarfi Samfylkingar og Vinstri grænna áður en til kosninga kemur. Þau gildu rök voru sett fram í kjölfar aðgerðaleysis fyrrverandi stjórnarflokka, einkum vegna aðgerðaleysis Sjálfstæðismanna, að sú stjórn hefði ekki lengur umboð kjósenda. Sú stjórn hefur nú farið frá vegna m.a. kröfu almennings. Það er alvarlegur hlutur ef flokkar ætla að nýta sér þann pólitíska glundroða sem er uppi í augnablikinu til að ná umboði sem síðan reynist engin innistæða fyrir þegar frá líður.
Því legg ég til að kosið verði til Alþingis og stjórnlagaþings í haust og þannig gefist tími til að kynnast nýju stjórnmálaástandi og stjórnmálaöflum í og utan stjórnar. Einungis þannig er kjósendum og stjórnmálaöflum í landinu gefinn tími til að ná áttum í flókinni stöðu á ögurstund íslenskra stjórnmála.
Kosið í vor og í haust? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað gengur að þér maður? Má ekki kjósa nema Sjálfstæðisflokkurinn eigi séns? Á þá bara að bíða á meðan "Sjálfstæðismenn hafa náð að safna sínu liði og endurheimta styrk sinn"??
Hvernig er það tækifærismennska að nýta sér fylgi í skoðunarkönnunum? Eru flokkarnir ekki með svo og svo mikið fylgi? Eru þeir þá eitthvað að nýta sér það? Samkvæmt skoðanakönnunum eru þessi flokkar með þetta mikið fylgi, þar af leiðandi nýta þeir sér það, mjög svo einfalt.
Var Sjálfstæðisflokkurinn þá ekki að að nýta sér fylgi sitt í tækifærismennsku meðan hann var með nær helmings fylgi? Hugsaðu þér, sjálfstæðismenn voru með nær helmings fylgi en eru búnir að missa um helming af því fylgi.
Er það Framsóknarflokknum að kenna, eða VG?? Nei, einungis þeim sjálfum að kenna og hvers vegna skyldi það nú vera? Gæti það verið vegna þess að með Davíð Oddsyni komst á foringjaræði, sem á nú meira sameiginlegt með fasisma en lýðræði.
Hvernig í ósköpunum færðu það út að það sé tækifærismennska að svara kalli almennings, fólksins í landinu, allavega þeirra sem enn njóta sjálfstæðrar hugsunar, svo skemmtilega sem það er orðað. Hvað annað eigum við að láta yfir okkur ganga eftir allt sem á hefur gengið?? Áframhaldandi fasistastjórn Sjálfstæðisflokksins?!
Já eigum við ekki bara að bíða og leyfa Geir og félögum að safna liði svo þeir geti verið með og haldið áfram að byggja fílabeinsturnana sína...
Illugi (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 17:25
Þetta er svartsýnistrú og byggir á þeirri „underdog“ hugsun að sú ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum geti ekki skapað samstöðu í samfélaginu og fengið góðan meirihlutastuðning þjóðarinnar fram að kosningum í haust. Hvað segir að Sjálfstæðisflokkurinn muni auka fylgi sitt á næstunni? Nákvæmlega ekki neitt! Almenningur í landinu mun á næstu mánuðum kynnast enn betur óstjórn Sjálfstæðismanna undanfarin 17 ár. Hugsaðu maður og komdu þér upp úr þessari minnimáttarhugsun því hún á ekki við rök að styðjast.
Hermann Óskarsson, 29.1.2009 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.