Seinheppnir Húsvíkingar

Atvinnutilraunasaga Húsvíkinga er orðin ansi löng og biðin eftir ATVINNUTÆKIFÆRINU stóra er alls ekki á enda. Þetta er sorgarsaga sem vonandi lýkur þó fljótlega. Til að svo verði þurfa Húsvíkingar m.a. að lesa nýlega grein Indriða H. Þorlákssonar á bloggsíðu hans og hlusta á hjáróma raddir eins og mína. 

Það hefur lengi verið skoðun mín að Húsavík sé best allra staða á landinu fallin til ferðaþjónustu ýmiss konar, vegna legu sinnar og fagurs umhverfis í næsta nágrenni. Flugvöllinn í Aðaldal mætti byggja upp frekar og bæta einni flugbraut við til austurs-vestur. Höfnin er góð fyrir skemmtiferðaskip og þjónustu hafnarinnar mætti byggja upp enn frekar í tenglum við aukinn túrisma og ferðir skipa á norðurslóðum. Sjóstangveiði má auka að sumarlagi og selja útlendingum norðurljósaferðir að vetri til. Menningartengd ferðaþjónusta þar sem íslensk sveitamenning er gerð aðgengileg fyrir erlenda og innlenda ferðamenn er mikilvægt verkefni einnig. Útlendingar velta því gjarnan fyrir sér hvernig íslensk þjóð hefur getað alið manninn allan þennan tíma á mörkum hins byggilega heims. Sýnum umheiminum það með nýtískulegum hætti á tölvuöld.

Orkuna á Þeystareykjum mætti nota til eflingar ferðamannaiðnaðinum á Húsavík og nýta til smærri atvinnustarfsemi í bænum í stað stóriðju. Svo nokkur dæmi séu nefnd. Störf í þjónustu eru verðmætari en í framleiðslu og því eftirsókarverðari.


mbl.is Álver í Helguvík en ekki á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband