Undarleg frétt fyrir Íslending!

Á Íslandi klúðra menn engu og allra síst þeir sem bera mikla ábyrgð í stjórnsýslu, bönkum og atvinnulífi. Það eru allir aðrir sem klúðra málunum. Er svona hugsunarháttur merki um minnimáttarkennd eða meðvitundarleysi um eigin ábyrgð?

Ábyrgð kjörinna fulltrúa er mest allra þar sem þeir eru að gegna starfi í umboði einhverra sem hafa gefið þeim þetta umboð í góðri trú. Þetta skilur og skynjar Obama enda enginn venjulegur maður á einum valdamesta stóli heimsins. Af honum má margt læra, m.a. um ábyrgð þjóðkjörinna fulltrúa.


mbl.is Obama: Ég klúðraði þessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Já Íslenskir stjórnarmenn geta lært mikið af þessu!

Sporðdrekinn, 4.2.2009 kl. 00:38

2 Smámynd: Kristján Magnús Arason

Já, nú á hann bara eftir að viðurkenna mistökin með að hafa tilnefnt Geithner og Daschle.

Kristján Magnús Arason, 4.2.2009 kl. 02:06

3 identicon

Kristján, þessi frétt var um Daschle!

Steinn Jónsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 15:21

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Kveðjur  kærar til þín og þinna, Hermann

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 4.2.2009 kl. 16:27

5 Smámynd: Hermann Óskarsson

Þakka þér jafnfram Ingólfur góðar skoðanir á bloggi þínu. Góðar kveðjur.

Hermann Óskarsson, 4.2.2009 kl. 21:13

6 Smámynd: Kristján Magnús Arason

Alveg rétt hjá þér, Steinn.  Ég klúðraði þessu. 

Einhvern veginn hélt ég að þetta væri um konuna sem dró sig til baka.  Hvað hét hún, Killifer?  Annars er svolítið erfitt að henda reiður á öllum þessum skattsvikurum sem hann hefur tilnefnt.  Sorglegt, en satt. 

Kristján Magnús Arason, 5.2.2009 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband