Endurnýtanlegar bleiur og bindi á Húsavík

Lesendur góðir, ykkur kann að finnast ég ræði of mikið um Húsavík og atvinnuþróunina þar, en bærinn er mér kær. Ég varð þeirri gæfu aðnjótandi að fæðast þar fyrir rúmlega hálfri öld og mun halda uppá atburðinn næst komandi laugardag. Áður hef ég bloggað um framtíð Húsavíkur á sviði ferðaþjónustu, en bærinn er afar vel í sveit settur sem ferðaþjónustubær. Nú þegar er blómleg starfsemi á húsavík á sviði hvalaskoðunar og en ferðaþjónustu má efla til mikilla muna í bænum.

Góður bær Húsavík sem á allt gott skilið og ekki síst blómlegt atvinnulíf. Þar býr gott fólk sem hefur alla tíð unnið baki brotnu og dregið björg í bú landsmanna. En mér finnst áhrifamenn í bæjarfélaginu horfa of mikið til atvinnutækifæra gærdagsins og fortíðarinnar með áherslu sinni á áliðnað, en hvers vegna áliðnað. Hvað um framleiðslu í stórum stíl á t.d. endurvinnanlegum bleium og dömubindum? Er það of lásí framleiðsla til að fá hljómgrunn í bæjarfélaginu eða til að ná eyrum bæjarbúa?

Flest öll börn á Vesturlöndum sem skipta milljónum nota einnota bleiur. En hvers vegna ekki að framleiða bleiur og endurnvinna og breyta þeim í áburð. Þetta er gert hér í Bandaríkjunum. Að vísu er framleiðslan á byrjunarstigi en lofar góðu. Umræddar bleiur eru úr pappírsefni og lífrænum efnum sem líkjast plasti en eru ekki plast og þar af leiðandi ekki úr olíu sem mengar. Þessar bleiur eru lofaðar af mæðrum sem hafa notað þær. Bleiurnar eru endurunnar að notkun lokinni og notaðar í ilmandi jarðveg sem hjálpar við uppgræðslu og garðrækt.

Það er ekki neinn smáræðisfjöldi barna sem þarf á bleium að halda í heiminum og oft á dag á meðan á bleiustandinu stendur. Framleiðsla til útflutnings á bleium yrði miklu mun arðbærari en ál. Sviðaða sögu er að segja um dömubindin, þau eru mikið notuð og þau mætti einnig endurnýta ef þau væru framleidd úr réttu hráefni og ef hugarfar til endurvinnslu breyttist. Legg til við bæjarstjórn á Húsavík og framfarasinnað fólk þar að hefja samstarf við erlenda aðila beggja vegna Atlantshafsins um framleiðslu á endurvinnanlegum bleium og dömubindum. 

Læt þessum hugleiðingum um framtíðar atvinnutækifæri Húsvíkinga lokið í bili, en tek fram mér er fúlasta alvara. Minni á að góðar hugmyndir verða oft að veruleika í höndum þeirra sem fyrst bregðast jákvætt við þeim og gera þær að sínum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband