26.5.2009 | 16:38
Pólitískt „statement" ráðherra!
Gotta að heyra að Ögmundur hefur undirritað þjónustutilskipunina og ef til vill væri batnandi manni er best að lifa. Það er mikilvægt að setja fyrirvara þar sem þeir eiga við í samningum, en ég túlka nú drátt Ögmundar í þessu máli miklu fremur pólitískt statement en raunverulega varkárni. Það stendur nefnilega ekki til og mun ekki standa til, ef marka má stefnuyfirlýsingar samstarfsflokksins, að Íslendingar afsali sér sjálfsögðum rétti til að hamla gegn einkavinavæðingu heilbrigðis- og félagsþjónustunnar. En Ögmundur fær plús í kladdan frá undirrituðum.
Þjónustutilskipun ESB samþykkt með fyrirvörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.