Pars pro toto eða að hyggja stórt en hugsa smátt!

Hvað merkir tveggja háskóla kerfi? Af fréttinni að dæma virðist sem hinir víðsýnu alþjóðlegu sérfræðingar taki einkum mið af þremur forsendum, þ.e. legu landsins, íbúafjölda og stærð íslenska hagkerfisins. Hvað um inntak íslenskrar háskólamenntunar, þeirra vísinda sem stunduð eru og þann mannauð sem skapast þjóðinni og alþjóðasamfélaginu til hagsbóta?

Ekki veit ég hvaða markmið nefndinni voru sett af íslenskum stjórnvöldum, en mér sýnist einungis fjármögnunarforsendur séu hafðar að leiðarljósi því í litlu er getið, í fréttinni að minnsta kosti, þeirra afurða - þess mannauðs - sem núverandi háskólastarfssemi er að skila íslensku þjóðarbúi og alþjóðasamfélagsinu. Ef skýrslan tekur ekki á þessum þáttum er hún bara ein úttektin enn sem einungis skoðar hluta málsins í stað heild þess og vídd. Slíka ráðgjöf ber að afþakka og virða að vettugi.

Höfuð vandamál íslenskra háskóla er ekki fjöldi þeirra, staðsetning, rekstrarkostnaður né stærð, heldur vísindaleg starfssemi þeirra og fagleg tengsl háskólastofnananna innbyrðis og við alþjóðasamfélagið. Sóknarfæri íslenska háskólakerfisins eru mörg og ekki síður á alþjóðlegum vettvangi. Í hagkreppu samtímans er einmitt mikilvægt að Íslendingar láti „þúsund blóm blómstra“ á vettvangi vísinda og fræða, með það að markmiði að skapa forsendur bjartrar efnahagslegrar framtíðar.

   


mbl.is Mæla með tveggja háskóla kerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband