Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.6.2009 | 16:05
Hversu lengi ætla menn að berja hausnum við steininn?
Hversu lengi ætla íslensk stjórnvöld að neita að horfast í augu við að nausynlegt er að upplýsa þá gríðarlegu spillingu sem viðgekkst á árunum fyrir bankahrunið. Það er alger nauðsyn að fara alvarlega ofan í saumana á öllum aðdraganda þess. Ástæðurnar eru einfaldar.
1. Almenningur er í þessum töluðu orðum að fá sendan reikninginn vegna spillingarinnar.
2. Það verður aldrei sátt um óljósa eða óskýra niðurstöðu og að almenningur gjaldi einhliða fyrir gerðir annarra.
3. Ef fyrirbyggja á framtíðarhrun og spillingu verður að upplýsa hvað gerðist, hverjir voru þátttakendur og hverjir voru leikstjórnendur í þessu hruni.
4. Líklegastir til að velta við mikilvægustu steinunum eru þeir sem komu sannanlega ekki að hruninu og spillingunni og eiga engra hagsmuna að gæta í því og það eru erlendir sérfræðingar eins og Eva Joly.
Hvet íslensk stjórnvöld að skoða vandlega þetta mál og glata ekki trausti almennings í þessu mikilvæga máli.
Eva Joly íhugar að hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Norsk og íslensk tónlist í Reykholti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2009 | 16:30
Er verjandi að nauðga fólki ef það þjónar hagsmunum Bandaríkjanna?
Bush ver harkalegar yfirheyrslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2009 | 16:13
Að hyggja hátt en hugsa smátt!
Allt tekið með í reikninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2009 | 15:52
Tímabær endurskoðun takmörkunar tjáningafrelsis og upplýsingamiðlunar!
Það er fyllilega tímabært að stemma stigu við takmörkun tjáningarfrelsis og upplýsingastreymis og misnotkun hryðjuverkalaga. Íslendingar hafa ýmislegt lært í þessu efni á undanförnum misserum í kjölfar kerfishrunsins, en eiga samt margt ólært og ógert t.d. í að létta bankaleynd af málum sem varða almenna hagsmuni og opna skúffur og skápa ráðuneyta, sem eiga að þjóna almenningi en ekki öfugt.
Hryðjuverkalög endurskoðuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2009 | 00:57
Pars pro toto eða að hyggja stórt en hugsa smátt!
Hvað merkir tveggja háskóla kerfi? Af fréttinni að dæma virðist sem hinir víðsýnu alþjóðlegu sérfræðingar taki einkum mið af þremur forsendum, þ.e. legu landsins, íbúafjölda og stærð íslenska hagkerfisins. Hvað um inntak íslenskrar háskólamenntunar, þeirra vísinda sem stunduð eru og þann mannauð sem skapast þjóðinni og alþjóðasamfélaginu til hagsbóta?
Ekki veit ég hvaða markmið nefndinni voru sett af íslenskum stjórnvöldum, en mér sýnist einungis fjármögnunarforsendur séu hafðar að leiðarljósi því í litlu er getið, í fréttinni að minnsta kosti, þeirra afurða - þess mannauðs - sem núverandi háskólastarfssemi er að skila íslensku þjóðarbúi og alþjóðasamfélagsinu. Ef skýrslan tekur ekki á þessum þáttum er hún bara ein úttektin enn sem einungis skoðar hluta málsins í stað heild þess og vídd. Slíka ráðgjöf ber að afþakka og virða að vettugi.
Höfuð vandamál íslenskra háskóla er ekki fjöldi þeirra, staðsetning, rekstrarkostnaður né stærð, heldur vísindaleg starfssemi þeirra og fagleg tengsl háskólastofnananna innbyrðis og við alþjóðasamfélagið. Sóknarfæri íslenska háskólakerfisins eru mörg og ekki síður á alþjóðlegum vettvangi. Í hagkreppu samtímans er einmitt mikilvægt að Íslendingar láti þúsund blóm blómstra á vettvangi vísinda og fræða, með það að markmiði að skapa forsendur bjartrar efnahagslegrar framtíðar.
Mæla með tveggja háskóla kerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2009 | 16:38
Pólitískt „statement" ráðherra!
Gotta að heyra að Ögmundur hefur undirritað þjónustutilskipunina og ef til vill væri batnandi manni er best að lifa. Það er mikilvægt að setja fyrirvara þar sem þeir eiga við í samningum, en ég túlka nú drátt Ögmundar í þessu máli miklu fremur pólitískt statement en raunverulega varkárni. Það stendur nefnilega ekki til og mun ekki standa til, ef marka má stefnuyfirlýsingar samstarfsflokksins, að Íslendingar afsali sér sjálfsögðum rétti til að hamla gegn einkavinavæðingu heilbrigðis- og félagsþjónustunnar. En Ögmundur fær plús í kladdan frá undirrituðum.
Þjónustutilskipun ESB samþykkt með fyrirvörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2009 | 18:05
Leitum samstarfs - sækjum um aðild að ESB!
Það skilur hver sem vill að ekki er hægt að ganga til samstarfs við aðra án þess að kynna sér þá kosti sem samstarfið býður. Hitt er svo annað mál að samstarf er lykilorð þeirra válegu tíma sem við lifum á því einungis með auknu samstarfi á alþjóðlega vísu er mögulegt að koma á friði í heiminum, rétta við efnahag þjóða og efla mannlíf.
Einangrun þjóða á þjóðlegum forsendum er ekki vænlegt í þessu tilliti og talsmenn slíkra sjónarmiða eru íhaldssamir og því miður oft fullir að stórhættulegri þjóðrembulegri þjóðhverfu sem hefur ekki reynst vel, enda vitnisburðurinn nærtækur ef aðdragandi kerfishrunsins og kreppunnar er skoðaður fordómalaust.
Fleiri dæmi mætti nefna sem eru miklu verri, en læt staðar numið.
Þjóðin viti hvað er í boði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2009 | 07:10
Meta þarf þjóðhagslegt mikilvægi fyrirtækja!
Mikilvægt er að þjóðhagslegt mat fari fram á öllum fyrirtækjum sem eru í afskriftarumræðunni þannig að einungis þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum verði hjálpað með afskriftum og endurfjármögnun. Önnur fyrirtæki verði gerð upp. Einungis með slíkum hætti verður hægt að draga úr kostnaði almennings vegna kerfishrunsins.
Liðka þarf fyrir kaup erlendra aðila á Þeim fyrirtækjum sem ekki yrði hjálpað því það er eina leiðin til að fá erlendan gjaldeyri inn í hagkerfið og að fyrirtækin haldi áfram rekstri.
Afskrifa 75% fyrirtækjalána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2009 | 06:56
Boðar ekki gott fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarf!
Þessi frétt kemur ekki á óvart. Því miður virðast VG staðfesta með þessu uppátæki afstöðu sína til aðildar að ESB og til samstarfs við Evrópuþjóðir. Yfirvarp VG er ekki trúverðugt, að skoða þurfi betur þjónustutilskipunina.
Afstaða VG til ESB hefur staðið í veginum fyrir eðlilegri kynningu á evrópumálunum og það er athyglivert að Ögmundur Jónasson svarar fyrir þetta því í t.d. BSRB samtökunum sem hann hefur í árabil verið í forsvari fyrir hefur ekki mátt ræða þessi mál af neinni alvöru vegna afstöðu hans.
VG stoppaði ESB-lögin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |