Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
21.4.2009 | 19:09
Skyrsúpa og ryk dugar ekki, flokkurinn verður að gera betur!
Það dugar ekki Bjarni Ben að hræra ESB skyrsúpu og sletta yfir þjóðina eða kasta ryki í augu kjósenda varðandi ESB áhuga Sjálfstæðisflokksins eftir kosningar. Flokkurinn verður að gera mun betur ef hann á að fá aukið fylgi og koma til greina sem samstarfsaðili Samfylkingarinnar í ríkisstjórn eftir kosningar.
Það er reyndar með ólíkindum að kenna erlendum sendifulltrúa um að villandi framsetning Sjálfstæðisflokksins í ESB málinu skuli vera leiðrétt á lokakafla kosninganna þegar svara var leitað af sannleiksþyrstum íslenskum blaðamönnum.
Það er beinlínis skylda sendifulltrúans að svara satt og rétt þegar um er spurt og skylda íslenskra blaðamanna að upplýsa um hvers kyns óheilindi af hálfu allra stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga. Þetta er ekki og getur ekki kallast að blanda sér með óeðlilegum hætti í stjórnmálin á Íslandi.
Sjálfstæðisflokkurinn ætti að sjá sóma sinn í að greina kjósendum satt og rétt frá og fagna öllum erlendum upplýsingum um ESB aðild sem mark er á takandi. Ekki væla yfir því að bullið í þeim sé opinberað.
ESB blandar sér í kosningabaráttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2009 | 15:31
Vindorkuver á Íslandi er góður kostur!
Það er kominn tími til að virkja aðra orku en fallorku og vindorkan er álitlegur kostur. Hún skapar ekki bara orku heldur einnig atvinnu við rekstur slíkra orkuvera. Hér í Kaliforníu eru víða vindmyllutúrbínur sem framleiða rafmagn, en einnig sólarsellur sem gera slíkt hið sama. Megingalli vindtúrbína er sjónmengunin sem af þeim stafar, en sú mengun er hrein og án mikilla jarðvegsspjalla sem gjarnan fylgja vatnsvirkjunum.
Mæli hins vegar alls ekki með útflutningi á rafmagni um sæstreng, sú hugmynd er arfavitlaus. Í stað þess er betra að bjóða orkuna til innlendrar atvinnustarfsemi, það skapar mun fleirum störf en að selja orkuna ónýtta úr landi.
Telur virkjun vindorku raunhæfan kost | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2009 | 03:01
Verið viðbúnir, betra seint en aldrei!
Gott að heyra, en er flokkurinn að forgangsraða í þágu fólks, en ekki fjármagnsins?
Evrópusambandsaðild er íslenskum fjármagnseigendum ekki að skapi vegna þess að slík aðild mundi kippa fótunum undan völdum og ofurtekjum íslenskra fjármagnseigenda sem hafa á undanförnum áratugum getað safnað auði í skjóli ættartengsla, einokunar einkavinavæðingar og fákeppni í íslensku efnahags- og atvinnulífi.
Í ljósi alþjóðavæðingar sem orðið hefur á undanförnum áratugum tryggir hverskyns þjóðernisstefna áframhaldandi misskiptingu tekna, réttinda og valda þessu fólki til handa. Þetta fólk hefur komist upp með það á undanförnum árum að berjast gegn frjálsari almenningi á Íslandi með rökum þjóðernisstefnunnar um skert fullveldi íslenska ríkisins.
Fullveldisumræðan er villandi málflutningur þar sem hún snýst um ríkisvaldið ekki réttindi almennings. Þessi málflutningur er auk þess oft hugmyndafræðilega hlaðinn frösum gjaldþrota frjálshyggju og í hann vantar samfélagslega greiningu. Það er t.d. ekki spurt samtímis um hvaða hópum í þjóðfélaginu núverandi staða Íslands í samfélagi þjóðanna gagnist best né hver staða þessara hópa sé hér á landi gagnvart hver öðrum. Nánast eini fræðimaðurinn sem helgað hefur sig þessu atriði er Stefán Ólafsson prófessor við HÍ. Stjórnmálamenn hafa þagað allt of þunnu hljóði um þessar staðreyndir.
Íslensk stéttabarátta er nákvæmlega eins og stéttabarátta annars staðar í heiminum barátta um skiptingu tekna, réttinda og valda milli ólíkra þjóðfélagshópa. Á meðan almenningur í landinu stendur utan eðlilegrar þátttöku í samfélagi evrópskra þjóða þá nýtur þjóðin ekki heldur samskonar tekjumöguleika og almenningur á Evrópusambandssvæðinu. Rauntekjur almennings á Íslandi væru miklu mun hærri og ævitekjur tryggari ef gengi krónunnar væri stöðugt og verðlag á vörum og þjónustu lægra og í samræmi við það sem best gerist erlendis. Síðast en ekki síst væru rauntekjurnar hærri ef lánakjör almennings í landinu væru með evrópskum hætti, án verðtryggingar og ofurvaxta. Efnahagshamfarir undanfarna mánuði undirstrika þetta einnig.
Almenningur á Íslandi nýtur ekki heldur sömu borgaralegu, pólitísku og félagslegu réttinda og almenningur á Norðurlöndunum og meginlandi Evrópu. Um þessa staðreynd vittna mál sem rekin hafa verið fyrir Evrópskum dómstólum og mannréttindastofnunum á liðnum misserum. Hér má einnig minna á umræðuna um lýðræðishallann á Íslandi, um ráðherraræði og skilningsleysi stjórnvalda á mikilvægi borgaralegrar óhýðni, þöggunarstefnu stjórnvalda, lykilstofnana í þjóðfélaginu og stórfyrirtækja gagnvart ábyrgð á efnahagslega hruninu.
Loks má nefna að völd og áhrif almennings gagnvart fjármagnseigendum og stjórnvöldum er ekki sambærileg því sem best gerist erlendis. Þrátt fyrir félagafrelsi og lýðræðisyfirlýsingu íslensku stjórnarskrárinnar er verulegur lýðræðishalli í íslensku þjóðfélagi á fjölmörgum sviðum. Umræðan um nauðsynlegar lýðræðisúrbætur í landinu og nýja stjórnarskrá ber þessari staðreynd almennt vittni.
Af ofangreindum ástæðum er andstaðan gegn bandalagi við Evrópuþjóðir fjandsamleg jafnrétti, félagshyggju og kvenfrelsi í landinu. Lýðfrjálst Ísland er einungis mögulegt í samstarfi lýðfrjálsra þjóða í Evrópu sem hafa einsett sér að vinna að eflingu réttinda almennings, jafnvel á kostnað fullveldi ríkisins. Þessi góði lýðræðisásetningur kemur fullveldishugtakinu ekki við þar sem það hugtak snýst fyrst og fremst um sjálfstæði ríkisvaldsins, ekki um aukið frelsi almennings til sjálfstæðra ákvarðana.
Til nánari skilgreiningar á hugtökum:
Fullveldi: Sjálfstæði, það að hafa fullt vald yfir málum sínum.
Þjóðernisstefna: stjórnmálastefna sem leggur áherslu á sérkenni og sérstöðu þjóðar, vill varðveita þetta hvort tveggja og hamla gegn því sem erlent er.
Stéttabarátta: (langvinn) barátta stétta, þjóðfélagsleg átök stétta (einkum um skiptingu tekna, réttindi og völd).
VG ekki tilbúinn í aðildarviðræður í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2009 | 23:11
Er það ekki dólgsháttur að ljúga að þjóðinni Björn?
Blessaður maðurinn er bara að segja satt og hann hefur engra flokkspólitískra hagsmuna að gæta á Íslandi. Það sama verður tæplega sagt um þig Björn Bjarnason.
Það er með ólíkindum hvernig sjálfstæðismenn með Björn í fararbroddi leggja sig í framkróka við að segja þjóðinni ósatt um möguleika á upptöku evru. Björn ætti að sjá sóma sinn í að leiðrétta ruglið um milligöngu AGS í evrumálinu. Smjörklípa af þessu tagi er óheiðarleg tilraun fallandi flokks til að næla sér í kjósendur á fölskum forsendum korteri fyrir kosningar.
Er ekki kominn tími til að ræða alvarlega með hvaða hætti Sjálfstæðisflokkurinn aflar sér umboðs á Alþingi?
Munurinn á hagsmunagæslu fyrir fjársterka einkavini sem skutla milljónum í flokkinn og blekktum kjósendur er töluverður, því þá síðarnefndu getur flokkurinn hunsað að loknum kosningum en þá fyrstnefndu ekki!
Dólgsleg árás, segir Björn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2009 | 22:37
Sammála Björgvin!
Evrópustefnan verði á hreinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2009 | 15:22
Þessum fáránleika verður að linna!
Með vélbyssur og flugskeyti yfir Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2009 | 05:42
Sjálfseyðingarflokkurinn vill ekki aðþjóðin ákvarði í málinu!
Stjórnarskrárfrumvarpi frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2009 | 05:33
Aðildarviðræður eiga að vera forgangsmál!
Tvöföld atkvæðagreiðsla slæmur kostur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2009 | 05:21
Vonbrigði lýðræðissinna - flokksræðið heldur áfram!
Stjórnlagaþingið út af borðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2009 | 22:32
Skyrbjúgur og skarfasetur
Hætt er við að nú fari kjósendur að draga af SjálfstæðisFLokknum þegar ekkert er skarfakálið, þrátt fyrir skarfasetur flokksins, til að létta þreytu flokksmanna, sem blæðir vegna skorts á heiðarleika, tennur eru farnar að losna.
Mikið er á Skyrgám formann lagt og óvíst um vítamínin. Það er ekki laust við að maður sé svolítið hrærður yfir þessu öllu saman. Vitið þér enn eða hvað?
Framhaldið í höndum formannsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |