Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Drengileg ákvörðun.

Þú ert maður að meiri Björgvin. Þú hefur tekið þína pólitísku ábyrgð og það er merki um pólitískan þroska. Ég verð þó að segja að ábyrgð þín er lítil í samanburði við þá leikstjórnendur kerfishrunsins sem enn sitja og þverskallast. Þeirra bíður dómur kjósenda í vor.
mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóna ásakanir dómsmálaráðherra tilgangi?

Þetta eru alvarlegar ásakanir frá yfirmanni lögreglu- og dómsmála í landinu og verður að rannsaka nánar. Því ég geri ráð fyrir að umræddir þingmenn muni ekki vilja sitja undir ásökunum um lögbrot séu þeir ekki sekir.  Reyndar vil ég fyrir mitt leyti fordæma allar árásir á lögreglumenn sem sinna skyldustarfi sínu af kostgæfni og heilindum. Starfið er erfitt, oft vandasamt og stundum vanþakklátt. Það á ekki að eiga sér stað að lögreglumenn séu skotspónn mótmæla sem beinast að allt öðrum aðilum og málefnum.   
mbl.is Segir þingmenn VG hafa veist að lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru viðhorf fortíðarinnar ríkjandi á landsbyggðinni?

Þessi frétt kemur mér landsbyggðarmanninum ekki á óvart því munur höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar liggur m.a. í því að kreppan er seinna á ferðinni á landsbyggðinni. Uppgangurinn var einnig seinna á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Það er einnig umdeilanlegt hvort svokallað góðæri náði nokkurn tímann til landsbyggðarinnar. Vona að sama verði um kreppuna. Hvað aðskilur huga og hönd á landsbyggðinni miðað við þéttbýlið á Reykjavíkursvæðinu er trúlega með örðum þjóðskáldsins Jónasar frænda míns „bakki og egg“ anda sem unna fortíð rétt ókominnar framtíðar.  
mbl.is Meiri biðlund á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Göngum sameinuð til framtíðar!

 Erindi samfylkingarhreyfingarinnar í íslenskum stjórnmálum er ekki lokið. Það er ekki hálfnað, það er raunar ný hafið. Samfylking kvenfrelsissinna, jafnaðarmanna og félagshyggjufólks var stofnuð til að vinna að sameiningu fólks til að vinna að framgangi málefna sem höfðu ekki haft nægilegan hljómgrunn meðal þáverandi stjórnmálaflokka.  

Stofnað var til Samfylkingingar sem hreyfingar engu síður en stjórnmálaflokks. Við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu hefur Samfylkingarhreyfingin mikilvægu hlutverki að gegna í að sameina jafnaðarmenn allra flokka. Samfylkingin verður að taka þetta hlutverk sitt alvarlega nú sem fyrr. Að minni hyggju má þetta meginverkefni og markmið samfylgingarhreyfingarinnar aldrei falla í skugga sjórnarsamstarfs af neinu tagi.

Þetta hlutverk Samfylkingarinnar hefur fallið í skuggann síðustu misseri og ekki seinna vænna að snúa af þeirri braut. Það þarf að hlusta á óánægjuraddir fólks og bjóða hópum og öðrum stjórnmálaöflum til umræðu um betra Ísland.

Samfylkingin á að hafa forystu um þetta og það þarf að hefjast handa nú þegar!  

Að tala í kross horfandi á naflann!

Hér tjáir sig fjármálasérfræðingur um málefni sem hann hefur greinilega ekkert vit á. Hann þekkir gengismál og hagfræði fjármálamarkaða, þ.e. nafla fjármálanna, en gerir sér greinilega ekki grein fyrir því að naflinn er örlítill hluti af miklu stærri heild sem er íslenska hagkerfið, leikstjórnendur þess og guðfeður. Íslenska hagkerfið er lítið en auðvitað hluti af miklu mun stærra dæmi, þ.e. hagkerfi heimsins. Að sjúkdómsgreina líkaman út frá naflanum er ekki góð læknisfræði og ennþá lélegri hagfræði. Að halda því fram að það skipti engu máli eða breyti engu að skipta um leikstjórnendur í íslensku stjórnmála- og efnahagslífi fyrir gengi íslensku krónunnar er skammsýni og álíka heimóttalegt og halda því fram að naflinn sé líffæri sem starfi óháð öðrum líffærum líkamans. Minni á að það voru Íslenskir fjárglæframenn sem nýttu sér gloppóttan lagaramma alþjóðlegra viðskipta hér á landi með vitund og vilja íslenskra stjórnvalda og komu krónunni í nánast ekki neitt.


mbl.is Stjórnarskipti breyta engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákaflega jákvæð frétt!

Þetta eru jákvæðar og góðar fréttir sem ættu að gleðja alla Íslendinga. Gamall skólabróðir á Þorvaldseyri - Ólafur Eggertsson - hefur unnið ákaflega merkilegt ræktunarstarf ásmt fjölskyldu sinni undanfarna áratugi og á hann mikinn heiður skilinn fyrir. Ég sé fyrir mér að flytja megi út vörur úr þessu hráefni t.d. til Bandaríkjanna þar sem markaður er fyrir heilsufæðu af öllu tagi. Bendi iðnaðarráðherra vinsamlega á að hvetja til vöruþróunar og að útvega vöruþróunarstyrki til framgangs málefninu.
mbl.is Bakarar nota íslenskt bygg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breyta verður barnaverndarlögum!

Undarleg er frásögn blaðsins af dómi hæstaréttar og málsatvikum. Ef rétt er að umrædd hegðun mannsins hafi ekki brotið gegn barnaverndarlögum verður að breyta lögunum hið bráðasta.
mbl.is Mátti flengja drengi kærustu sinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meinti vígslu lundinn en sagði presturinn

Biðst velvirðingar á rangfærslunni í fyrra bloggi um fréttina.

Presturinn las rangt fyrir

Blessaður presturinn var eitthvað óöruggur og las fyrir Obama rangan texta og fipaði þar með endurtekningu hans. Þetta skrifast á prestinn ekki Obama.


mbl.is Obama sór embættiseið aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Situr Geir í skjóli Samfylkingarinnar?

Sitji ríklistjórn Geir Haarde í skjóli Samfylkingarinnar þá bið ég félaga mína að aflétta því skjóli tafarlaust þvi það á sér engiann hljómgrunn lengur meðal þjóðarinnar.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband